Sport

Dagskráin í dag: Martin í úrslitum í Þýskalandi, Mjólkurbikarmörkin og bestu kylfingar heims

Sindri Sverrisson skrifar
Martin Hermannsson verður í sviðsljósinu í kvöld í fyrri úrslitaleiknum um þýska meistaratitilinn.
Martin Hermannsson verður í sviðsljósinu í kvöld í fyrri úrslitaleiknum um þýska meistaratitilinn. VÍSIR/GETTY

Martin Hermannsson leikur fyrri úrslitaleikinn um þýska meistaratitilinn í körfubolta í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 í kvöld. Dregið verður í 16-liða úrslit Mjólkurbikarsins í beinni útsendingu og farið yfir öll mörkin í 32-liða úrslitunum.

Martin og félagar í Alba Berlín léku til úrslita gegn Bayern München í fyrra en töpuðu. Nú mæta þeir Ludwigsburg sem sló Bayern út. Að þessu sinni verða úrslitaleikirnir tveir, en leikið er á hlutlausum velli, og er sá fyrri í kvöld kl. 18.30. Sá seinni er á sunnudag, einnig í beinni útsendingu, kl. 13.

Klukkan 20 í kvöld eru Mjólkurbikarmörkin á Stöð 2 Sport en þar fara Henry Birgir Gunnarsson og Hjörvar Hafliðason yfir öll mörkin í 32-liða úrslitum Mjólkurbikars karla. Þeir munu jafnframt draga í 16-liða úrslit keppninnar sem ljóst er að verða afar spennandi enda öll 12 liðin úr efstu deild enn með í keppninni.

PGA-mótið Travelers Championship heldur áfram á Stöð 2 Golf í kvöld en þar leika bestu kylfingar heims. Hughes Mackenzie er efstur á 10 höggum undir pari en Rory McIlroy er einn af þremur sem koma næstir á eftir honum, á -7 höggum.

Fleiri beinar útsendingar eru á íþróttarásum Stöðvar 2 en dagskrána má finna hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×