Sport

Dagskráin í dag: Martin í úrslitum í Þýskalandi, Mjólkurbikarmörkin og bestu kylfingar heims

Sindri Sverrisson skrifar
Martin Hermannsson verður í sviðsljósinu í kvöld í fyrri úrslitaleiknum um þýska meistaratitilinn.
Martin Hermannsson verður í sviðsljósinu í kvöld í fyrri úrslitaleiknum um þýska meistaratitilinn. VÍSIR/GETTY

Martin Hermannsson leikur fyrri úrslitaleikinn um þýska meistaratitilinn í körfubolta í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 í kvöld. Dregið verður í 16-liða úrslit Mjólkurbikarsins í beinni útsendingu og farið yfir öll mörkin í 32-liða úrslitunum.

Martin og félagar í Alba Berlín léku til úrslita gegn Bayern München í fyrra en töpuðu. Nú mæta þeir Ludwigsburg sem sló Bayern út. Að þessu sinni verða úrslitaleikirnir tveir, en leikið er á hlutlausum velli, og er sá fyrri í kvöld kl. 18.30. Sá seinni er á sunnudag, einnig í beinni útsendingu, kl. 13.

Klukkan 20 í kvöld eru Mjólkurbikarmörkin á Stöð 2 Sport en þar fara Henry Birgir Gunnarsson og Hjörvar Hafliðason yfir öll mörkin í 32-liða úrslitum Mjólkurbikars karla. Þeir munu jafnframt draga í 16-liða úrslit keppninnar sem ljóst er að verða afar spennandi enda öll 12 liðin úr efstu deild enn með í keppninni.

PGA-mótið Travelers Championship heldur áfram á Stöð 2 Golf í kvöld en þar leika bestu kylfingar heims. Hughes Mackenzie er efstur á 10 höggum undir pari en Rory McIlroy er einn af þremur sem koma næstir á eftir honum, á -7 höggum.

Fleiri beinar útsendingar eru á íþróttarásum Stöðvar 2 en dagskrána má finna hér.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.