Þunglyndiseinkenni tvöfalt tíðari í heimahjúkrun en á öldrunarheimilum Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 6. júní 2020 11:45 Doctor examining patient in wheelchair Tíðni þunglyndiseinkenna hjá öldruðum er nær tvöfalt hærri á meðal þeirra sem fá heimahjúkrun en á öldrunarheimilum. Tíðni þunglyndislyfja á öldrunarheimilum er aftur á móti 55% samanborið við 32,% prósent í heimahjúkrun. Þetta leiðir ný rannsókn í ljós. Ástdís Pálsdóttir Bang, útskriftarnemi í klínískri sálfræði við Háskólann í Reykjavík, skilaði á dögunum lokaverkefni sínu í náminu. Markmiðið með rannsókninni var að bera saman tíðni þunglyndis hjá öldruðum sem búa annars vegar á öldrunarheimilum og hins vegar í heimahjúkrun. 1573 einstaklingar á öllum öldrunarheimilum landsins voru í þýðinu, sem og 221 einstaklingur sem fékk heimahjúkrunarþjónustu í sex sveitarfélögum landsins; Akureyri, Sauðárkróki, Fjallabyggð, Rangárþing, Selfoss og Reykjavík. Gögnin sem unnið er með í rannsókninni eru frá 2017 og eru fengin úr gagnagrunni Landlæknis og byggir á RAI-matstækinu sem metur heilsufar og hjúkrunarþarfir aldraðra. „Niðurstöðurnar sýndu að 9,6% þeirra einstaklinga sem bjuggu á öldrunarheimilunum sýndu einkenni þunglyndis á móti 17,2% einstaklinga sem fengu heimahjúkrunarþjónustu“ Aðspurð hvað hægt sé að lesa í þetta segir Ástdís: „Það sem við lesum í þetta er að félagslegur stuðningur sé mögulega meiri hjá þeim sem eru á öldrunarheimilunum og einnig iðjan og iðjuþjálfunin á öldrunarheimilunum á Íslandi er bara mjög góð. Og það er reglulega prógrammeruð dagskrá og það er verið að reyna að fá aldraða einstaklinga í þessa virkni af því virkniþjálfun er svo mikill og stór þáttur í að vinna með þunglyndiseinkenni. Það getur verið að þeir sem eru heima séu ekki að sækja sér þá félagsþjónustu sem er í boði og einangrist meira þar af leiðandi.“ Ástdís segist setja spurningarmerki við mikla þunglyndislyfjanotkun inni á öldrunarheimilunum. „Vegna þess að við sáum það í rannsókninni að það er 55% þunglyndislyfjanotkun inn á öldrunarheimilunum og 32% í heimahjúkrunarþjónustu og það er svolítið hátt miðað við að það sé 9,6% þunglyndistíðni inn á öldrunarheimilunum,“ segir Ástdís. Málefni aldraðra eru Ástdísi afar hugfólgin. Hún starfaði lengi vel á öldrunarheimilum og var mikið í kringum aldraða. Henni sárnaði að viðkvæðið væri gjarnan að depurðareinkenni fylgdu bara því að eldast. Ástdís segir það af og frá. Þá segir hún einnig íslenskar rannsóknir á andlegri líðan aldraðra einstaklinga skorta. „Þetta finnst mér svo rangt viðhorf og á ekki að vera. Mér fannst þurfa að skoða þetta nánar og vekja athygli á því að alveg sama hvort þú sért áttatíu ára eða fimmtán þá áttu alveg sama rétt á því að vera hamingjusamu Félagsmál Heilbrigðismál Geðheilbrigði Tengdar fréttir Fólkið sem má ekki hitta neinn Talið er að hátt í sjötíu þúsund Íslendingar, ungir og aldnir, tilheyri áhættuhópum og eru taldir líklegri til að veikjast alvarlega af völdum veirunnar en aðrir. Þetta fólk hefur meira og minna verið í svokallaðri verndarsóttkví frá byrjun mars og það sér ekki fyrir endann á henni. 27. apríl 2020 08:30 Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Innlent Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Erlent Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Erlent Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Erlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Fleiri fréttir „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa Sjá meira
Tíðni þunglyndiseinkenna hjá öldruðum er nær tvöfalt hærri á meðal þeirra sem fá heimahjúkrun en á öldrunarheimilum. Tíðni þunglyndislyfja á öldrunarheimilum er aftur á móti 55% samanborið við 32,% prósent í heimahjúkrun. Þetta leiðir ný rannsókn í ljós. Ástdís Pálsdóttir Bang, útskriftarnemi í klínískri sálfræði við Háskólann í Reykjavík, skilaði á dögunum lokaverkefni sínu í náminu. Markmiðið með rannsókninni var að bera saman tíðni þunglyndis hjá öldruðum sem búa annars vegar á öldrunarheimilum og hins vegar í heimahjúkrun. 1573 einstaklingar á öllum öldrunarheimilum landsins voru í þýðinu, sem og 221 einstaklingur sem fékk heimahjúkrunarþjónustu í sex sveitarfélögum landsins; Akureyri, Sauðárkróki, Fjallabyggð, Rangárþing, Selfoss og Reykjavík. Gögnin sem unnið er með í rannsókninni eru frá 2017 og eru fengin úr gagnagrunni Landlæknis og byggir á RAI-matstækinu sem metur heilsufar og hjúkrunarþarfir aldraðra. „Niðurstöðurnar sýndu að 9,6% þeirra einstaklinga sem bjuggu á öldrunarheimilunum sýndu einkenni þunglyndis á móti 17,2% einstaklinga sem fengu heimahjúkrunarþjónustu“ Aðspurð hvað hægt sé að lesa í þetta segir Ástdís: „Það sem við lesum í þetta er að félagslegur stuðningur sé mögulega meiri hjá þeim sem eru á öldrunarheimilunum og einnig iðjan og iðjuþjálfunin á öldrunarheimilunum á Íslandi er bara mjög góð. Og það er reglulega prógrammeruð dagskrá og það er verið að reyna að fá aldraða einstaklinga í þessa virkni af því virkniþjálfun er svo mikill og stór þáttur í að vinna með þunglyndiseinkenni. Það getur verið að þeir sem eru heima séu ekki að sækja sér þá félagsþjónustu sem er í boði og einangrist meira þar af leiðandi.“ Ástdís segist setja spurningarmerki við mikla þunglyndislyfjanotkun inni á öldrunarheimilunum. „Vegna þess að við sáum það í rannsókninni að það er 55% þunglyndislyfjanotkun inn á öldrunarheimilunum og 32% í heimahjúkrunarþjónustu og það er svolítið hátt miðað við að það sé 9,6% þunglyndistíðni inn á öldrunarheimilunum,“ segir Ástdís. Málefni aldraðra eru Ástdísi afar hugfólgin. Hún starfaði lengi vel á öldrunarheimilum og var mikið í kringum aldraða. Henni sárnaði að viðkvæðið væri gjarnan að depurðareinkenni fylgdu bara því að eldast. Ástdís segir það af og frá. Þá segir hún einnig íslenskar rannsóknir á andlegri líðan aldraðra einstaklinga skorta. „Þetta finnst mér svo rangt viðhorf og á ekki að vera. Mér fannst þurfa að skoða þetta nánar og vekja athygli á því að alveg sama hvort þú sért áttatíu ára eða fimmtán þá áttu alveg sama rétt á því að vera hamingjusamu
Félagsmál Heilbrigðismál Geðheilbrigði Tengdar fréttir Fólkið sem má ekki hitta neinn Talið er að hátt í sjötíu þúsund Íslendingar, ungir og aldnir, tilheyri áhættuhópum og eru taldir líklegri til að veikjast alvarlega af völdum veirunnar en aðrir. Þetta fólk hefur meira og minna verið í svokallaðri verndarsóttkví frá byrjun mars og það sér ekki fyrir endann á henni. 27. apríl 2020 08:30 Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Innlent Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Erlent Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Erlent Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Erlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Fleiri fréttir „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa Sjá meira
Fólkið sem má ekki hitta neinn Talið er að hátt í sjötíu þúsund Íslendingar, ungir og aldnir, tilheyri áhættuhópum og eru taldir líklegri til að veikjast alvarlega af völdum veirunnar en aðrir. Þetta fólk hefur meira og minna verið í svokallaðri verndarsóttkví frá byrjun mars og það sér ekki fyrir endann á henni. 27. apríl 2020 08:30