Sport

Sara rifjaði það upp þegar hún glímdi við aukakílóin og var bannað að fara út í bakarí

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Sara Sigmundsdóttir hefur farið í mörg áhugaverð viðtöl enda alltaf tilbúin að gefa af sér og segja hlutina beint frá hjartanu.
Sara Sigmundsdóttir hefur farið í mörg áhugaverð viðtöl enda alltaf tilbúin að gefa af sér og segja hlutina beint frá hjartanu. Skjámynd/CNN

Íslenska CrossFit stjarnan Sara Sigmundsdóttir ræddi uppvaxtarárin sín í nýju viðtali sem birtist á miðlum Trifecta. Sara talar þar meðal annars um minnimáttarkennd sem hún hafði vegna stærðar og þyngdar sinnar á sínum yngri árum.

„Þegar ég var alast upp þá var ég alltaf sú hávaxnasta af vinunum. Ég var líka sú eina sem virtist þyngjast meira en hinir. Ég var líka sú eina sem var stór og íþróttamannsleg. Ég vildi léttast og vera eins og hinir krakkarnir,“ er haft eftir Söru í færslu Trifecta á Instagram.

„Núna er ég þakklát fyrir að vera stór og sterk. Ég vil sanna það að að það er enginn réttur mælikvarði. Þú verður bara að finna þinn eigin mælikvarða,“ sagði Sara við Trifecta sem vakti athygli á viðtalinu á Instagram síðu sinni eins og sjá má hér fyrir neðan.

„Mamma mín hafði alltaf áhyggjur af þyngdinni minni því ég var sú eina af krökkunum hennar sem þyngdist. Bróðir minn og systir gátu aftur á móti borðað það sem þau vildu. Systir mín var 160 sm en ég var aftur á móti 172 sm,“ sagði Sara í IGTV viðtalinu við Trifecta.

„Ég var sú eina sem var mikil íþróttamaður en ég var líka svolítið löt. Þegar allir í skólanum mínum voru að fara út í bakarí í matarhléinu þá var mamma mín búin að útbúa Tupperware box með einhverjum hollum mat fyrir mig,“ sagði Sara sem mátti ekki kaupa sér eitthvað í bakaríinu.

„Ég hataði það að spurði alltaf af hverju fæ ég ekki að gera eins og hinir krakkarnir. Nú er ég aftur á móti þakklát fyrir það hvernig hún ól mig upp. Hún kenndi mér að skipuleggja vel það sem ég er að borða,“ sagði Sara.

„Ég hafði verið að glíma við aukakílóin þegar ég var tíu ára gömul og ég byrjaði síðan að æfa til að losna við kílóin. Ég byrjaði á Bootcamp námskeiði og þjálfarinn hrósaði mér. Þú ert tilkomumikil því þú getur gert armbeygjur á tánum. Ég hugsaði: Já, ég er nú frekar sterk, sagði Sara brosandi og neistinn kviknaði.

„Um leið og ég fékk þetta litla hrós þá sýndi það mér hvað mig langaði virkilega að gera eitthvað sem ég var góð í. Ég hafði aldrei trúað því að ég væri góð í neinu en um leið og einhver fór að hrósa mér fyrir að bæta mig þá áttaði ég mig á því að ég væri góð í þessu, sagði Sara.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.