Menning

Barnamenningarhátíð haldin í Listasafni Reykjavíkur

Andri Eysteinsson skrifar
Frá Listasafni Reykjavíkur
Frá Listasafni Reykjavíkur Stöð 2

Listasafn Reykjavíkur hefur nú um Hvítasunnuhelgina boðið upp á barnamenningarhátíð. Sýndingin varpaði ljósi á rannsóknarvinnu þáttökuskóla í listrænu ákalli til náttúrunnar.

Á meðal þess sem hefur verið til sýnis var Dúkur móður náttúru sem þær Ásthildur Jónsdóttir, Ýr Jóhannesdóttir og Alexía Rós Gylfadóttir unnu í samvinnu við nemendur Fellaskóla, Hagaskóla, Laugalækjarskóla, Laugarnesskóla og Landakotsskóla.

Vísir/Egill
Vísir/Egill
Vísi/rEgill

Þá er á sýningunni einnig sýndar myndbandupptökur af náttúruljóði frá nemendum Hagaskóla sem unnið var í samvinnu við tónlistarmanninn Benedikt Hermann Hermannsson, Benna Hemm Hemm.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×