Enski boltinn

Ighalo fær líklega ekki að klára tímabilið með Man. Utd

Sindri Sverrisson skrifar
Odion Ighalo hefur staðið sig vel fyrir Manchester United.
Odion Ighalo hefur staðið sig vel fyrir Manchester United. VÍSIR/GETTY

Svo virðist sem að Manchester United ætli ekki að takast að halda nígeríska framherjanum Odion Ighalo fram yfir lok keppnistímabils liðsins, sem dregist hefur á langinn vegna kórónuveirufaraldursins.

Þetta fullyrðir breska ríkisútvarpið, BBC. Ighalo var fenginn til United að láni frá Shanghai Shenhua í Kína í janúar en lánssamningurinn rennur út á sunnudaginn. Þá átti leiktíðinni hjá United að vera lokið en liðið er í staðinn enn með í þremur keppnum og gæti þurft að spila allt að 18 leiki á rétt um tveimur mánuðum ef hægt verður að hefja keppni að nýju í sumar. Þá ætti Marcus Rashford hins vegar að vera klár í slaginn á ný eftir meiðsli.

Samkvæmt BBC vill Ole Gunnar Solskjær, knattspyrnustjóri United, endilega halda Ighalo út leiktíðina og vonir standa enn til að hægt verði að fá hann að láni lengur en til 31. maí. Shanghai Shenhua vill þó fá leikmanninn aftur á réttum tíma og United-menn hafa ekki áhuga á að kaupa þennan þrítuga leikmann.

Ighalo, sem hefur verið stuðningsmaður United alla sína ævi, skoraði fjögur mörk í átta leikjum fyrir liðið og vill ólmur halda kyrru fyrir á Old Trafford ef það er mögulegt. Hann mun byrja að æfa aftur með United í þessari viku, eftir hlé vegna faraldursins, en heldur svo brátt til Kína ef ekkert breytist.


Tengdar fréttir

Ighalo segir ekkert tilboð á borðinu frá United

Odion Ighalo segir að Manchester United hafi enn ekki lagt fram tilboð í hann. Nígeríumaðurinn er nú á láni hjá félaginu frá kínverska félaginu frá Shanghai Shenua.

„Hneykslaður ef Ighalo fer frá United“

Paul Merson, sparkspekingur Sky Sports og fyrrum leikmaður í enska boltanum, segir að Odion Ighalo hafi verið frábær síðan hann gekk í raðir Manchester United í janúarglugganum á láni Shanghai Shenhua.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.