Sport

ÍSÍ hvetur fólk til að hreyfa sig í sóttkví sem annars staðar

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Auglýsing fyrir herferð Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands sem á að hvetja Íslendinga til að hreyfa sig meira.
Auglýsing fyrir herferð Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands sem á að hvetja Íslendinga til að hreyfa sig meira. Mynd/Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands

Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands hvetur fólk á heimasíðu sinni til að að huga vel að almennri hreyfingu í þeim aðstæðum sem skapast hafa vegna kórunuveirunnar Covid-19.

„Rannsóknir staðfesta að hreyfing er einn af lykiláhrifaþáttum heilbrigðis á öllum æviskeiðum. Þeir sem hreyfa sig eru líklegri til að vera heilsuhraustari og líða betur andlega, líkamlega og félagslega. Hægt er að hreyfa sig úti í náttúrunni án náinnar snertingar við annað fólk,“ segir í frétt á heimasíðu sambandsins.

Það kemur einnig fram að dagleg hreyfing fullorðins fólks ætti að vera í að minnsta kosti 30 mínútur á dag samkvæmt ráðleggingum frá Embætti landlæknis og börnum og unglingum er ráðlagt að hreyfa sig í að minnsta kosti 60 mínútur á dag.

Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands vekur líka athygli á því að börnin horfi mikið á það sem þeir fullorðnu eru að gera og þeirra sé því ábyrgðin að hvetja unga fólkið og aðra til að hreyfa sig.

„Fullorðnir eru mikilvæg fyrirmynd sem getur haft mikið að segja um hversu mikið börn og ungt fólk hreyfir sig,“ segir í fréttinni á heimasíðu sambandsins.

Hér má nálgast fréttina þar sem finna má einnig tillögur að hreyfingu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×