Augnablikið þegar Sara skipti yfir í keppnisgírinn náðist á myndband Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. febrúar 2020 09:00 Sara Sigmundsdóttir fyrir og eftir að hún skiptir í keppnisgírinn. Skjámynd/Instagram/sarasigmunds Sara Sigmundsdóttir er ekki bara ein besta CrossFit kona heims því hún er einnig ein sú allra vinsælasta. Lifandi og glaðleg framkoma hennar heillar flesta upp úr skónum á mótum og annars staðar. Sara gefur nefnilega mikið af sér bæði í keppni og utan hennar og útgeislun hennar er mjög smitandi. Það er ekkert skrýtið að hún eigi sér marga stuðningsmenn í stúkunni á keppnum sínum. Frábær árangur Suðurnesjameyjarinnar að undanförnu lofar góðu fyrir heimsleikana í haust en Sara hefur unnið tvö síðustu mót sína auk þess að gera betur en allar konur í „The Open“ eða opna undanfara heimsleikanna. Það er hins vegar ekki auðvelt að brosa og gleðja alla í kringum sig en vera síðan á tánum þegar keppnin sjálf hefst þar sem CrossFit fólkið þarf bæði á allri einbeitingu og allri orku sinni að halda. Sara er alltaf að ná betri og betri tökum á þessu sem sést á stórkostlegri frammistöðu hennar að undanförnu. Sara gerir sér líka fulla grein fyrir þessu og setti magnað mynd af sér á Instagram sem sýnir vel þessar tvær ólíku hliðar á Söru. Sara skrifar undir myndina. „Þegar niðurtalningin fer í gang og þú skiptir í keppnisgírinn“ Það er magnað að sjá breytinguna á Söru í þessu myndbandi sem er frá Filthy 150 CrossFit mótinu í Dublin á Írlandi. Hún er skælbrosandi þegar hún heyrir niðurtalninguna í að næsta grein byrji og þá er magnað að sjá keppniskonuna birtast á einu augabragði. Keppnissvipurinn er síðan svo svakalegur að hann ætti eiginlega að banna innan sextán. Það fylgir sögunni að Sara vann þetta mót í Dublin enda er erfitt að sjá einhverja eigi roð í svona bardagakonu. Það er heldur ekkert skrýtið þótt að landa hennar, Þuríður Erla Helgadóttir, sem lenti í níunda sæti á síðustu heimsleikum, skrifi bara „hjálp“ í athugasemdum sínum við myndbandið. Hér fyrir neðan má sjá þetta ótrúlega myndband af umskiptum Söru Sigmundsdóttur. View this post on Instagram When the countdown starts you flip the switch #beastmode #filthy150 A post shared by Sara Sigmundsdóttir (@sarasigmunds) on Feb 6, 2020 at 2:23am PST CrossFit Mest lesið Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Fótbolti Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól Sport Birnir frá Akureyri í Garðabæ Íslenski boltinn Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enski boltinn Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Teitur inn í landsliðið Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Arnar skilur ekkert í Tottenham Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Bardagakapparnir vilja ólmir fá að keppa í Hvíta húsinu Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM „Sagan hefur sýnt það að ég er góður að þjálfa unga og efnilega leikmenn“ Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Segir sitt fyrrum lið í krísu Elsta konan til klára Járnkarlinn Dagskráin í dag: VARsjáin, Lokasóknin, íslenskur körfubolti og margt fleira Sjá meira
Sara Sigmundsdóttir er ekki bara ein besta CrossFit kona heims því hún er einnig ein sú allra vinsælasta. Lifandi og glaðleg framkoma hennar heillar flesta upp úr skónum á mótum og annars staðar. Sara gefur nefnilega mikið af sér bæði í keppni og utan hennar og útgeislun hennar er mjög smitandi. Það er ekkert skrýtið að hún eigi sér marga stuðningsmenn í stúkunni á keppnum sínum. Frábær árangur Suðurnesjameyjarinnar að undanförnu lofar góðu fyrir heimsleikana í haust en Sara hefur unnið tvö síðustu mót sína auk þess að gera betur en allar konur í „The Open“ eða opna undanfara heimsleikanna. Það er hins vegar ekki auðvelt að brosa og gleðja alla í kringum sig en vera síðan á tánum þegar keppnin sjálf hefst þar sem CrossFit fólkið þarf bæði á allri einbeitingu og allri orku sinni að halda. Sara er alltaf að ná betri og betri tökum á þessu sem sést á stórkostlegri frammistöðu hennar að undanförnu. Sara gerir sér líka fulla grein fyrir þessu og setti magnað mynd af sér á Instagram sem sýnir vel þessar tvær ólíku hliðar á Söru. Sara skrifar undir myndina. „Þegar niðurtalningin fer í gang og þú skiptir í keppnisgírinn“ Það er magnað að sjá breytinguna á Söru í þessu myndbandi sem er frá Filthy 150 CrossFit mótinu í Dublin á Írlandi. Hún er skælbrosandi þegar hún heyrir niðurtalninguna í að næsta grein byrji og þá er magnað að sjá keppniskonuna birtast á einu augabragði. Keppnissvipurinn er síðan svo svakalegur að hann ætti eiginlega að banna innan sextán. Það fylgir sögunni að Sara vann þetta mót í Dublin enda er erfitt að sjá einhverja eigi roð í svona bardagakonu. Það er heldur ekkert skrýtið þótt að landa hennar, Þuríður Erla Helgadóttir, sem lenti í níunda sæti á síðustu heimsleikum, skrifi bara „hjálp“ í athugasemdum sínum við myndbandið. Hér fyrir neðan má sjá þetta ótrúlega myndband af umskiptum Söru Sigmundsdóttur. View this post on Instagram When the countdown starts you flip the switch #beastmode #filthy150 A post shared by Sara Sigmundsdóttir (@sarasigmunds) on Feb 6, 2020 at 2:23am PST
CrossFit Mest lesið Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Fótbolti Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól Sport Birnir frá Akureyri í Garðabæ Íslenski boltinn Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enski boltinn Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Teitur inn í landsliðið Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Arnar skilur ekkert í Tottenham Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Bardagakapparnir vilja ólmir fá að keppa í Hvíta húsinu Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM „Sagan hefur sýnt það að ég er góður að þjálfa unga og efnilega leikmenn“ Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Segir sitt fyrrum lið í krísu Elsta konan til klára Járnkarlinn Dagskráin í dag: VARsjáin, Lokasóknin, íslenskur körfubolti og margt fleira Sjá meira