Lífið

Spilar danstónlist á Ægissíðunni

Stefán Árni Pálsson skrifar

Plötusnúðurinn Þorkell Máni Viðarsson ætlar að koma sér fyrir á Ægissíðunni og spila danstónlist í beinn útsendingu hér á Vísi í kvöld og hefst útsendingin klukkan 21:30.

Útsendingin er á vegum íslenska viðburðafyrirtækisins Volume sem sérhæfir sig í útsendingum þar sem plötusnúðar þeyta skífum á framandi stöðum.

Þorkell Máni er tónlistarmaður sem er fæddur og uppalinn í Garðabæ. Árið 2014 kynnist hann tónlistar forritinu Ableton, og ásamt því house og techno senu Reykjavíkur. Í kjölfar þess kviknar mikill áhugi fyrir tónlistarsmíði og flutning á raftónlist.

Í gegnum árin hefur Máni sokkið sér í tónlistarsmíði og hljóðtækni af miklum áhuga, og gaf út sitt fyrsta verk á Bla Bla Records árið 2019.

Eins og áður segir hefst bein útsending frá Ægissíðunni klukkan hálftíu.


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.