Lífið

Spilar danstónlist á Ægissíðunni

Stefán Árni Pálsson skrifar

Plötusnúðurinn Þorkell Máni Viðarsson ætlar að koma sér fyrir á Ægissíðunni og spila danstónlist í beinn útsendingu hér á Vísi í kvöld og hefst útsendingin klukkan 21:30.

Útsendingin er á vegum íslenska viðburðafyrirtækisins Volume sem sérhæfir sig í útsendingum þar sem plötusnúðar þeyta skífum á framandi stöðum.

Þorkell Máni er tónlistarmaður sem er fæddur og uppalinn í Garðabæ. Árið 2014 kynnist hann tónlistar forritinu Ableton, og ásamt því house og techno senu Reykjavíkur. Í kjölfar þess kviknar mikill áhugi fyrir tónlistarsmíði og flutning á raftónlist.

Í gegnum árin hefur Máni sokkið sér í tónlistarsmíði og hljóðtækni af miklum áhuga, og gaf út sitt fyrsta verk á Bla Bla Records árið 2019.

Eins og áður segir hefst bein útsending frá Ægissíðunni klukkan hálftíu.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.