„Í dag erum við öll Vestfirðingar“ Sunna Sæmundsdóttir og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 15. janúar 2020 10:25 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, í samhæfingarmiðstöðinni í Skógarhlíðinni í morgun. vísir/vilhelm Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, sat fund í samhæfingarmiðstöð almannavarna í Skógarhlíð í morgun með viðbragðsaðilum vegna snjóflóðanna sem féllu á Flateyri og Suðureyri í gærkvöldi. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, sat einnig fundinn. Fréttastofa ræddi við Katrínu eftir fundinn sem sagði ljóst að þarna hefðu orðið miklar hamfarir og að tryggja yrði áfallahjálp fyrir alla íbúa á svæðunum. Hún sagði að á fundinum hefði verið farið stöðuna frá miðnætti. Það hefði legið fyrir að búið var að spá slæmu veðri. Mikilvægt var að búið var að senda varðskipið Þór vestur þannig að það gat brugðist við og ferjað björgunarsveitarmenn inn á Flateyri. „Allir viðbragðsaðilar hafa verið á fullu og það er verið að setja upp fjöldahjálparstöð eins og hefur komið fram. Það er ljóst auðvitað og ég held að ég tali fyrir hönd okkar allra að atburðirnir 1995 rifjast auðvitað upp fyrir okkur öllum og ég held að það sé ljóst að við verðum að tryggja áfallahjálp fyrir alla íbúa á svæðunum því þetta er auðvitað stórflóð, miklar hamfarir sem þarna hafa orðið, þótt það sé um leið mikil blessun að ekkert manntjón hafi orðið,“ sagði Katrín í samtali við fréttastofu laust fyrir klukkan 10 í morgun. 25 ár eru síðan tuttugu manns fórust í snjóflóði sem féll á Flateyri þann 26. október 1995. Þá sagði hún að enn yrði að hafa varann á því enn væri mjög vont veður. Áfram væri fylgst með stöðunni. „Það er erfitt að meta stöðuna í fjöllunum fyrr en það birtir þannig að þó að, eins og ég segi, ekkert manntjón hafi orðið þá er ekki tímabært að slaka á. Við þurfum að vera á vaktinni áfram. Síðan er alveg ljóst, og það mun auðvitað koma til kasta til réttra aðila, að það hefur orðið mikið eignatjón. Það verður auðvitað farið yfir það á réttum vettvangi í kjölfarið og ekki hægt að meta í raun og veru hvert það tjón er enn þá,“ sagði Katrín. Snjóflóð á Flateyri og Suðureyri Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Loka Breiðholtsbraut alla helgina Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Fleiri fréttir Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, sat fund í samhæfingarmiðstöð almannavarna í Skógarhlíð í morgun með viðbragðsaðilum vegna snjóflóðanna sem féllu á Flateyri og Suðureyri í gærkvöldi. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, sat einnig fundinn. Fréttastofa ræddi við Katrínu eftir fundinn sem sagði ljóst að þarna hefðu orðið miklar hamfarir og að tryggja yrði áfallahjálp fyrir alla íbúa á svæðunum. Hún sagði að á fundinum hefði verið farið stöðuna frá miðnætti. Það hefði legið fyrir að búið var að spá slæmu veðri. Mikilvægt var að búið var að senda varðskipið Þór vestur þannig að það gat brugðist við og ferjað björgunarsveitarmenn inn á Flateyri. „Allir viðbragðsaðilar hafa verið á fullu og það er verið að setja upp fjöldahjálparstöð eins og hefur komið fram. Það er ljóst auðvitað og ég held að ég tali fyrir hönd okkar allra að atburðirnir 1995 rifjast auðvitað upp fyrir okkur öllum og ég held að það sé ljóst að við verðum að tryggja áfallahjálp fyrir alla íbúa á svæðunum því þetta er auðvitað stórflóð, miklar hamfarir sem þarna hafa orðið, þótt það sé um leið mikil blessun að ekkert manntjón hafi orðið,“ sagði Katrín í samtali við fréttastofu laust fyrir klukkan 10 í morgun. 25 ár eru síðan tuttugu manns fórust í snjóflóði sem féll á Flateyri þann 26. október 1995. Þá sagði hún að enn yrði að hafa varann á því enn væri mjög vont veður. Áfram væri fylgst með stöðunni. „Það er erfitt að meta stöðuna í fjöllunum fyrr en það birtir þannig að þó að, eins og ég segi, ekkert manntjón hafi orðið þá er ekki tímabært að slaka á. Við þurfum að vera á vaktinni áfram. Síðan er alveg ljóst, og það mun auðvitað koma til kasta til réttra aðila, að það hefur orðið mikið eignatjón. Það verður auðvitað farið yfir það á réttum vettvangi í kjölfarið og ekki hægt að meta í raun og veru hvert það tjón er enn þá,“ sagði Katrín.
Snjóflóð á Flateyri og Suðureyri Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Loka Breiðholtsbraut alla helgina Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Fleiri fréttir Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Sjá meira