Sport

Þáttur um Equsana-deildina hefur göngu sína á Stöð 2 Sport

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Umfjöllun um íslenskar hestaíþróttir ryður sér aftur til rúms á Stöð 2 Sport í kvöld en þá verður fyrsti þátturinn um áhugamannadeild Spretts, Equsana-deildina, sýndur.

Keppni í deildinni hófst á fimmtudagskvöldið síðastliðið og verður fylgst með keppninni í þætti kvöldsins og vitanlega rætt við keppendur.

Alls eru fjögur keppniskvöld á mótaröðinni, annan hvern fimmtudag, sem þýðir að næst verður keppt á fimmtudaginn 20. febrúar. Keppt er í Samskipahöllinni í Kópavogi.

Gísli Guðjónsson, ritstjóri Eiðfaxa, er umsjónarmaður þáttarins ásamt Telmu Tómasson en hér fyrir neðan má sjá brot úr þætti kvöldsins. Þar er rætt við Auði Stefánsdóttur og Hermann Arason hjá keppnisliðinu Hest.is en viðtalið var tekið skömmu fyrir fyrsta keppniskvöldið.

Þátturinn er á dagskrá Stöðvar 2 Sports klukkan 19.20.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.