Innlent

Al­mennings­salernum komið fyrir við rætur Esju

Atli Ísleifsson skrifar
Þrjú salerni eru í nýja húsinu og er eitt þeirra sérsniðið fyrir fatlaða.
Þrjú salerni eru í nýja húsinu og er eitt þeirra sérsniðið fyrir fatlaða. Reykjavíkurborg

Búið er að koma fyrir almenningssalernum hjá Mógilsá, við upphaf gönguleiðarinnar upp að Þverfellshorni, eða þá Steini. Áætlaður kostnaður við verkið er 35 til 40 milljónir króna.

Í tilkynningu á vef Reykjavíkurborgar segir að næstu daga verði húsið tengt við lagnir og gengið frá umhverfi þess. Er áætlað að mögulegt verði að opna aðstöðuna almenningi í næsta mánuði.

„Þrjú salerni eru í nýja húsinu og er eitt þeirra sérsniðið fyrir fatlaða. Einnig er góð aðstaða fyrir þá sem hafa umsjón með húsunum. Rafmagn, sem og heitt og kalt vatn er lagt í húsið og fráveita verður í rotþró sem búið er að ganga frá. Húsið er innflutt einingahús. 

Hluti af verkinu er lagning stíga að því og gerð brúar yfir ána. Áætlaður kostnaður við verkið í heild er 35 - 40 milljónir króna,“ segir í tilkynningunni.

Reykjavíkurborg
Reykjavíkurborg


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.