Sport

Ákærðir fyrir vopnað rán í gleðskap

Sindri Sverrisson skrifar
Deandre Baker ákvað að taka upp byssu í samkvæmi og ræna seðlum og úrum af gestum.
Deandre Baker ákvað að taka upp byssu í samkvæmi og ræna seðlum og úrum af gestum. VÍSIR/GETTY

Lögregla í Flórída hefur gefið út handtökuskipun á hendur NFL-leikmannanna Deandre Baker og Quinton Dunbar. Þeir eru ákærðir fyrir að hafa, vopnaðir byssum, haft peninga og úr af gestum í teiti.

Þeir Baker og Dunbar eru sagðir hafa haft 12.000 Bandaríkjadali og úr að verðmæti 25.000 dalir af fólkinu. Samkvæmt því sem stendur í handtökuskipun má rekja upphaf ránsins til rifrildis í samkvæminu, þar sem gestir spiluðu spil og tölvuleiki. Baker á að hafa tekið upp byssu áður en að þeir Dunbar og þriðji aðili, sem var grímuklæddur, fóru að hrifsa verðmæti af fólki. Þeir óku síðan í burtu á þremur bifreiðum; Mercedes Benz, Lamborghini og BMW.

Baker er leikmaður New York Giants en Dunbar er leikmaður Seattle Seahawks. Þegar þetta er skrifað hefur hvorugur þeirra verið handtekinn en lögregla bíður þess að þeir gefi sig fram.

Baker, sem er 22 ára, á yfir höfði sér samtals átta ákærur, fjórar fyrir vopnað rán og fjórar fyrir vopnaða árás. Dunbar, sem er 27 ára, á yfir höfði sér fjórar ákærur fyrir vopnað rán.

NFL



Fleiri fréttir

Sjá meira


×