Innlent

64 prósent telja erlenda ferðamenn hafa neikvæð áhrif á náttúru Íslands

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Nýleg könnun MMR sýnir að
Nýleg könnun MMR sýnir að vísir/vilhelm
Í nýlegri könnun MMRum áhrif erlendra ferðamanna á Ísland, sem framkvæmd var 22. til 29. ágúst, kom fram að töluverður meirihluti Íslendinga telur komu erlendra ferðamanna til landsins hafa einhver jákvæð áhrif á land og þjóð. Þó fer þeim fjölgandi sem telja að koma erlendra ferðamanna hafi neikvæð áhrif. Einkum töldu svarendur að ferðamenn hefðu neikvæð áhrif á náttúru Íslands og miðborg Reykjavíkur.

Um 90% svarenda töldu erlenda ferðamenn hafa jákvæð áhrif á efnahag landsins, en aðeins 16% svarenda töldu að ferðamenn hefðu jákvæð áhrif á náttúru Íslands. Hins vegar töldu 64 % svarenda að erlendir ferðamenn hefðu neikvæð áhrif á náttúru Íslands og hækkaði sú tala um 13 prósentustig frá árinu 2015.

Um 62% svarenda töldu erlenda ferðamenn hafa jákvæð áhrif á sitt bæjarfélag, en einungis 54% töldu erlenda ferðamenn hafa haft jákvæð áhrif á miðborg Reykjavíkur. Það er 14 prósentustigum minna en árið 2015.

Elsti adurshópurinn, 68 ára og eldri, var jákvæðastur gagnvart áhrifum erlendra ferðamanna á miðborg Reykjavíkur. Þá voru svarendur á landsbyggðinni töluvert líklegri til að telja að erlendir ferðamenn hefðu jákvæð áhrif á náttúru Íslands en þau sem búsett voru á höfuðborgarsvæðinu. Þetta kemur fram á vef MMR.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×