Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2 í beinni

Þrjátíu og sex prósent landsmanna segjast styðja ríkisstjórnina í nýrri könnun Stöðvar 2, Fréttablaðsins og Vísis. Greint verður niðurstöðum hennar í Kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld.

Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra segir þetta ekki viðunandi fylgi við ríkisstjórn.

Í kvöldfréttum verður einnig rætt við formann Sjómannafélags Íslands sem segir félagsmenn til í slaginn en fiskveiðar gætu stöðvast um miðjan nóvember, samþykki sjómenn sameiginlega verkfallsboðun sem er í undirbúningi.

Þá verðum við í beinni útsendingu frá Kórnum þar sem þúsundir eru samankomnir til að fylgjast með stórtónleikum poppstjörnunnar Justins Bieber.

Þetta og miklu meira til í Kvöldfréttum Stöðvar 2, klukkan 18:30 á samtengdum rásum Stöðvar 2 og Bylgjunnar og í beinni útsendingu á fréttavefnum Vísi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×