Sport

Dagskráin í dag: Tryggvi gerir upp ferilinn

Anton Ingi Leifsson skrifar
Tryggvi Guðmundsson er einn dáðasti sonur Vestmannaeyja.
Tryggvi Guðmundsson er einn dáðasti sonur Vestmannaeyja. mynd/stefán

Beinum útsendingu frá íþróttaviðburðum hefur snarfækkað vegna útbreiðslu kórónuveirunnar eins og gefur að skilja. Til að mæta því hafa Stöð 2 Sport og hliðarrásir verið dagskrársettar með nýju dagskrárefni og endursýningum af safnefni til að stytta íþróttaþyrstum stundirnar.

Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.

Tryggvi Guðmundsson verður gestur Ríkharðs Óskars Guðnasonar í Sportinu í kvöld. Þar mun Tryggvi velja bestu samherjana, gera upp ferilinn og einnig rifjar upp erfiða tíma.

Stöð 2 Sport 2

Ef fólk saknar Meistaradeildarinnar þá er hægt að hafa stillt á Stöð 2 Sport 2 í allan þar dag sem rifjaðir verða upp magnaðir úrslitaleikir í gegnum tíðina. Kraftaverkið í Istanbúl, sigur Eiðs Smára í Rómarborg og margir fleiri magnaðir leikir verða á dagskránni í dag.

Stöð 2 Sport 3

Klassískir leikir í enska bikarnum í gegnum tíðina verða sýndir á Stöð 2 Sport 3 framan af degi en eftir klukkan þrjú eru svo það frábærir íslenskir leikir. Ný þáttasería fór í loftið á dögunum þar sem magnaðir leikir síðasta áratugar eru rifjaðir upp.

Stöð 2 eSport

Lenovo-deildin, Vodafone deildin, landsleikir í eFótbolta og GT kappakstur má að venju finna á rafíþróttastöðinni og það er þétt dagskráin í allan dag.

Stöð 2 Golf

Þáttur um Tiger Woods verður sýndur á Stöð 2 Golf í dag klukkan 17.00 en einnig verður sýnt frá öllum fjórum keppnisdögunum á Augusta-meistaramótinu frá árinu 2015.

Allar útsendingar má sjá á heimasíðu Stöðvar 2.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.