Sport

Dagskráin í dag: Íslenskar perlur og góðir gestir í Sportinu í kvöld

Anton Ingi Leifsson skrifar
Sportið í dag og Sportið í kvöld verða á sínum stað í dag.
Sportið í dag og Sportið í kvöld verða á sínum stað í dag. vísir/vilhelm

Beinum útsendingu frá íþróttaviðburðum hefur snarfækkað vegna útbreiðslu kórónuveirunnar eins og gefur að skilja. Til að mæta því hafa Stöð 2 Sport og hliðarrásir verið dagskrársettar með nýju dagskrárefni og endursýningum af safnefni til að stytta íþróttaþyrstum stundirnar.

Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.

Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.

Í Sportinu í kvöld munu þeir Hjörvar Hafliðason og Freyr Alexandersson mæta og fara yfir heimsmálin.

Stöð 2 Sport 2

Enski bikarinn er fyrirferðamikill fyrri part dagsins á Stöð 2 Sport 2. Þar á eftir fylgja útsendingar frá frábærum leikjum í gegnum tíðina úr efstu deild karla í fótbolta og í kvöld er það svo síðustu tveir leikirnir í úrslitaeinvígi KR og ÍR í Dominos-deildinni á síðustu leiktíð.

Stöð 2 Sport 3

Það er hægt að sitja í sófanum frá morgni fram á kvöld og horfa á leiki úr íslenska körfuboltanum síðustu ár með því að hafa stillt á Stöð 2 Sport 3. Úrslitaeinvígi Hauka og Snæfells, Keflavík og Snæfells og Hauka og Vals verða sýnd þar í allan dag.

Stöð 2 eSport

Reykjavíkurleikarnir, Vodafone-deildin og landsleikir í eFótbolta má finna á rafíþróttarásinni í dag en þar er meðal annars sýnt frá leik stórveldanna KR og FH í League of Legends.

Stöð 2 Golf

Sýnt verður frá öllum keppnisdögunum á Augusta-meistaramótinu frá því árið 2014 en mótið var æsispennandi. Einnig verður sýnt heimildarmynd um Players-meistaramótinu frá árinu 2009.

Allar útsendingar má sjá á heimasíðu Stöðvar 2.



Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.