Sport

UFC-stjarna og eiginmaðurinn án klæða á Instagram

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Paige VanZant var í fimmtánda sæti á styrkleikalista kvenna hjá UFC í janúar.
Paige VanZant var í fimmtánda sæti á styrkleikalista kvenna hjá UFC í janúar. Mynd/Instagram

Það getur verið erfitt fyrir suma að þurfa að halda sig heima fyrir og mega ekki fara út fyrir hússins dyr. Það taka því nokkrir upp á mjög sérstökum hlutum í sóttkvínni og í þeim hópi eru líka frægt íþróttafólk.

Í þessum uppátækjasama hópi eru hjónin Paige VanZant og Austin Vanderford sem giftu sig árið 2018. Paige VanZant er mun frægari en eiginmaðurinn enda ein af stærstu bardagakonum UFC. Austin er líka á uppleið í bardagaheimnum.

Paige VanZant hefur ekki aðeins vakið athygli fyrir frammistöðu sína í búrinu heldur hefur hún einnig tekið þátt í sjónvarpsþáttunum vinsælu Dancing with the Stars og Chopped.

Paige VanZant var í fimmtánda sæti á styrkleikalista kvenna hjá UFC frá því í janúarmánuði. Hún vann síðasta bardagann sinn á uppgjafartaki í annarri lotu sem var á móti Rachael Ostovich 19. janúar síðastliðinn.

Paige VanZant og eiginmaðurinn ákváðu að skemmta sér og öðrum með því að taka nokkrar myndir af sér án klæða. Þessar myndir voru teknar í eldhúsinu, í stofunni og í garðinum.

Þau voru sem sagt nakin við það að sinna þessum helstu heimilisstörfum auk þess að huga líka að gróðrinum í garðinum.

Paige VanZant og Austin Vanderford pössuðu sig að sýna ekki of mikið en settu síðan myndirnar inn á Instagram síðu sína.

Þau lögðu engu að síður mikið á sig í myndatökunni og margar þeirra eru ansi skemmtilegar eins og sjá má hér fyrir neðan.

Það kom reyndar upp leiðindamál í tengslum við þetta. Paige VanZant gaf upp símanúmer sitt til að leyfa aðdáendum sínum að spjalla við sig en áður en hún vissi af því hafði fengið sendar þrjár typpamyndir.

Paige VanZant ætlaði samt að reyna svara öllum sem sendu til hennar fyrir utan dónana þrjá.

View this post on Instagram

Uh, are we doing this right??

A post shared by Paige VanZant (@paigevanzant) on

View this post on Instagram

It s called art, you wouldn t understand....

A post shared by Paige VanZant (@paigevanzant) on

View this post on Instagram

Whiskey or Wine??

A post shared by Paige VanZant (@paigevanzant) on

View this post on Instagram

Howdy neighbors

A post shared by Paige VanZant (@paigevanzant) onAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.