Körfubolti

Fær allavega eitt tækifæri í viðbót til að koma Hamri upp í Domino´s deildina

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Dalmay fær annað tækifæri til að koma Hamri upp um deild.
Dalmay fær annað tækifæri til að koma Hamri upp um deild. Facebook-síða Hamars

Máté Dalmay heldur áfram sem þjálfari karlaliðs Hamars sem leikur í næst efstu deild. Dalmay lét KKÍ heyra það í kjölfar ákvörðunar sambandsins um að blása tímabilið hér heima af.

Var samningur hans framlengdur um eitt ár í dag. Frá þessu var greint á Facebook-síðu körfuknattleiksdeild Hamars.

Sjá einnig: Brjálaður út í KKÍ | Eins og að missa einhvern nákominn

Lið Hamars var í 2. sæti fyrstu deildar með 19 sigurleiki og aðeins þrjú töp þegar Körfuknattleikssamband Íslands ákvað að aflýsa tímabilinu hér heima og þar með ljóst að Hamar kemst ekki upp í Domino´s deild karla að sinni.

Dalmay var vægast sagt ósáttur með ákvörðun KKÍ eins og var fjallað um hér á Vísi sem og í Sportpakka Stöðvar 2. Þá taldi körfuknattleiksdeild Hamars ákvörðun KKÍ ólöglega.


Tengdar fréttir

Hamar telur ákvörðun KKÍ ólöglega

Körfuknattleiksdeild Hamars telur ákvörðun Körfuknattleikssambands Íslands ólöglega en sambandið ákvað að keppni í körfubolta hér á landi yrði ekki kláruð. Þýddi það að Hamar fór ekki upp í Domino´s deild karla, sem stefndi í.

Kjartan Atli: Hefði núllað þetta tímabil út

Kjartan Atli Kjartansson, umsjónarmaður Domino´s Körfuboltakvölds bauð upp á sitt „hot take“ á ákvörðun KKÍ um að færa lið á milli deilda þótt að úrslit mótsins væru ekki ráðin.

Hannes: Sparið stóru orðin

„Í heildina skynja ég meiri ánægju,“ sagði Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, í Sportinu í dag þegar hann var spurður hvernig formenn körfuknattleiksdeilda landsins hefðu tekið ákvörðun stjórnar KKÍ um lok tímabilsins.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.