Brjálaður út í KKÍ | Eins og að missa einhvern nákominn Sindri Sverrisson skrifar 18. mars 2020 19:30 Máté Dalmay, t.v. á mynd, er þjálfari Hamars sem þarf að spila áfram í 1. deild næsta vetur. Facebook/@hamarkorfubolti Óhætt er að segja að það falli í grýttan jarðveg hjá þjálfara Hamars hvernig stjórn Körfuknattleikssambands Íslands hefur ákveðið að skilja við tímabilið 2019-20. KKÍ tilkynnti í dag að leiktíðinni væri lokið. Þar sem að ekki var öllum leikjum lokið í deildunum þurfti stjórnin að skera úr um hvað yrði um lið sem börðust um að komast upp í Domino‘s-deild eða að forðast fall þaðan. Niðurstaðan er meðal annars sú að Fjölnir fellur úr Domino‘s-deild karla og Höttur kemst upp úr 1. deild, en að ekki fari annað lið upp úr 1. deild og að ekki falli annað lið úr efstu deild en Fjölnir. Höttur var með 40 stig á toppi 1. deildar og átti tvo leiki eftir, líkt og Hamar sem var með 38 stig. Liðin áttu að mætast á föstudaginn í leik sem stillt hafði verið upp sem úrslitaleik um hvort liðanna endaði á toppi deildarinnar. Hamar átti því möguleika á að ná efsta sæti en hefði annars farið í umspil um sæti í úrvalsdeildinni, ef kórónuveiran hefði ekki sett allt úr skorðum. Máté Dalmay, þjálfari Hamars, er skiljanlega hryggur yfir niðurstöðunni og vandar KKÍ ekki kveðjuna í viðtali við mbl.is. „Þetta var eins og einhver nákominn manni hafi fallið frá og það á ósanngjarnan hátt. Ég hélt að þetta væri það eina sem gat ekki gerst. Ég hélt að annað hvort myndi ekkert lið fara upp né niður eða tvo lið fara upp og niður. Það er margt í þessu sem ég skil ekki og það eru engin rök fyrir. Þetta var einhver geðþóttaákvörðun sem er tekin á fundi í hádeginu á miðvikudegi á meðan að allar stærstu deildir heims ætla að taka sér 30 daga og ræða málin fram og til baka,“ segir Maté. Þjálfarinn bendir á að leikjaniðurröðun í 1. deildinni, sem sé í höndum KKÍ, ráði miklu um það að Höttur sé á þessum mikilvæga tímapunkti í efsta sæti. „Eina ástæðan fyrir því að Höttur er á undan okkur núna er leikjaröðun KKÍ. Það að leikjaniðurröðin og frestaðir leikir ráði úrslitum eftir að lið eyði milljónum í eitt tímabil er sturlað,“ segir Maté við mbl.is, og hann segir ákvörðun dagsins tekna af fólki „sem veit ekkert um íþróttir“. Langerfiðasta ákvörðun formanns KKÍ Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, sagði í Sportinu í dag að um gríðarlega erfiða ákvörðun hefði verið að ræða. „Því miður höfum við oft þurft að taka erfiðar ákvarðanir og það er hluti af því að stýra eins stóru sambandi og KKÍ. En þetta er klárlega langerfiðasta ákvörðun sem ég hef þurft að taka,“ sagði Hannes. Aðspurður hvort að nokkuð hefði legið á að taka ákvörðun strax svaraði formaðurinn: „Fyrst er þessi fjöldi erlendra leikmanna. Er ekki ósanngjarnt að spila ef þeir koma ekki aftur? Núna þurfa allir sem koma til Íslands að fara í tveggja vikna sóttkví. Hvað varir þetta lengi? Það getur enginn sagt það. Við tókum ákvörðun um að slaufa þessu því við sjáum ekki inn í endann. Að taka þessa ákvörðun eftir fjórar vikur væri hugsanlega alltof seint.“ Dominos-deild karla Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Formaður KKÍ: „Langerfiðasta ákvörðun sem ég hef tekið“ Hannes S. Jónsson segir að það hafi verið erfið ákvörðun að hætta keppni á Íslandsmótinu í körfubolta. 18. mars 2020 15:40 Mest lesið Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Fótbolti Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Fótbolti Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Fótbolti Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ Handbolti LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Körfubolti Fleiri fréttir Manchester United með lið í NBA LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Sjá meira
Óhætt er að segja að það falli í grýttan jarðveg hjá þjálfara Hamars hvernig stjórn Körfuknattleikssambands Íslands hefur ákveðið að skilja við tímabilið 2019-20. KKÍ tilkynnti í dag að leiktíðinni væri lokið. Þar sem að ekki var öllum leikjum lokið í deildunum þurfti stjórnin að skera úr um hvað yrði um lið sem börðust um að komast upp í Domino‘s-deild eða að forðast fall þaðan. Niðurstaðan er meðal annars sú að Fjölnir fellur úr Domino‘s-deild karla og Höttur kemst upp úr 1. deild, en að ekki fari annað lið upp úr 1. deild og að ekki falli annað lið úr efstu deild en Fjölnir. Höttur var með 40 stig á toppi 1. deildar og átti tvo leiki eftir, líkt og Hamar sem var með 38 stig. Liðin áttu að mætast á föstudaginn í leik sem stillt hafði verið upp sem úrslitaleik um hvort liðanna endaði á toppi deildarinnar. Hamar átti því möguleika á að ná efsta sæti en hefði annars farið í umspil um sæti í úrvalsdeildinni, ef kórónuveiran hefði ekki sett allt úr skorðum. Máté Dalmay, þjálfari Hamars, er skiljanlega hryggur yfir niðurstöðunni og vandar KKÍ ekki kveðjuna í viðtali við mbl.is. „Þetta var eins og einhver nákominn manni hafi fallið frá og það á ósanngjarnan hátt. Ég hélt að þetta væri það eina sem gat ekki gerst. Ég hélt að annað hvort myndi ekkert lið fara upp né niður eða tvo lið fara upp og niður. Það er margt í þessu sem ég skil ekki og það eru engin rök fyrir. Þetta var einhver geðþóttaákvörðun sem er tekin á fundi í hádeginu á miðvikudegi á meðan að allar stærstu deildir heims ætla að taka sér 30 daga og ræða málin fram og til baka,“ segir Maté. Þjálfarinn bendir á að leikjaniðurröðun í 1. deildinni, sem sé í höndum KKÍ, ráði miklu um það að Höttur sé á þessum mikilvæga tímapunkti í efsta sæti. „Eina ástæðan fyrir því að Höttur er á undan okkur núna er leikjaröðun KKÍ. Það að leikjaniðurröðin og frestaðir leikir ráði úrslitum eftir að lið eyði milljónum í eitt tímabil er sturlað,“ segir Maté við mbl.is, og hann segir ákvörðun dagsins tekna af fólki „sem veit ekkert um íþróttir“. Langerfiðasta ákvörðun formanns KKÍ Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, sagði í Sportinu í dag að um gríðarlega erfiða ákvörðun hefði verið að ræða. „Því miður höfum við oft þurft að taka erfiðar ákvarðanir og það er hluti af því að stýra eins stóru sambandi og KKÍ. En þetta er klárlega langerfiðasta ákvörðun sem ég hef þurft að taka,“ sagði Hannes. Aðspurður hvort að nokkuð hefði legið á að taka ákvörðun strax svaraði formaðurinn: „Fyrst er þessi fjöldi erlendra leikmanna. Er ekki ósanngjarnt að spila ef þeir koma ekki aftur? Núna þurfa allir sem koma til Íslands að fara í tveggja vikna sóttkví. Hvað varir þetta lengi? Það getur enginn sagt það. Við tókum ákvörðun um að slaufa þessu því við sjáum ekki inn í endann. Að taka þessa ákvörðun eftir fjórar vikur væri hugsanlega alltof seint.“
Dominos-deild karla Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Formaður KKÍ: „Langerfiðasta ákvörðun sem ég hef tekið“ Hannes S. Jónsson segir að það hafi verið erfið ákvörðun að hætta keppni á Íslandsmótinu í körfubolta. 18. mars 2020 15:40 Mest lesið Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Fótbolti Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Fótbolti Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Fótbolti Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ Handbolti LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Körfubolti Fleiri fréttir Manchester United með lið í NBA LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Sjá meira
Formaður KKÍ: „Langerfiðasta ákvörðun sem ég hef tekið“ Hannes S. Jónsson segir að það hafi verið erfið ákvörðun að hætta keppni á Íslandsmótinu í körfubolta. 18. mars 2020 15:40