Brjálaður út í KKÍ | Eins og að missa einhvern nákominn Sindri Sverrisson skrifar 18. mars 2020 19:30 Máté Dalmay, t.v. á mynd, er þjálfari Hamars sem þarf að spila áfram í 1. deild næsta vetur. Facebook/@hamarkorfubolti Óhætt er að segja að það falli í grýttan jarðveg hjá þjálfara Hamars hvernig stjórn Körfuknattleikssambands Íslands hefur ákveðið að skilja við tímabilið 2019-20. KKÍ tilkynnti í dag að leiktíðinni væri lokið. Þar sem að ekki var öllum leikjum lokið í deildunum þurfti stjórnin að skera úr um hvað yrði um lið sem börðust um að komast upp í Domino‘s-deild eða að forðast fall þaðan. Niðurstaðan er meðal annars sú að Fjölnir fellur úr Domino‘s-deild karla og Höttur kemst upp úr 1. deild, en að ekki fari annað lið upp úr 1. deild og að ekki falli annað lið úr efstu deild en Fjölnir. Höttur var með 40 stig á toppi 1. deildar og átti tvo leiki eftir, líkt og Hamar sem var með 38 stig. Liðin áttu að mætast á föstudaginn í leik sem stillt hafði verið upp sem úrslitaleik um hvort liðanna endaði á toppi deildarinnar. Hamar átti því möguleika á að ná efsta sæti en hefði annars farið í umspil um sæti í úrvalsdeildinni, ef kórónuveiran hefði ekki sett allt úr skorðum. Máté Dalmay, þjálfari Hamars, er skiljanlega hryggur yfir niðurstöðunni og vandar KKÍ ekki kveðjuna í viðtali við mbl.is. „Þetta var eins og einhver nákominn manni hafi fallið frá og það á ósanngjarnan hátt. Ég hélt að þetta væri það eina sem gat ekki gerst. Ég hélt að annað hvort myndi ekkert lið fara upp né niður eða tvo lið fara upp og niður. Það er margt í þessu sem ég skil ekki og það eru engin rök fyrir. Þetta var einhver geðþóttaákvörðun sem er tekin á fundi í hádeginu á miðvikudegi á meðan að allar stærstu deildir heims ætla að taka sér 30 daga og ræða málin fram og til baka,“ segir Maté. Þjálfarinn bendir á að leikjaniðurröðun í 1. deildinni, sem sé í höndum KKÍ, ráði miklu um það að Höttur sé á þessum mikilvæga tímapunkti í efsta sæti. „Eina ástæðan fyrir því að Höttur er á undan okkur núna er leikjaröðun KKÍ. Það að leikjaniðurröðin og frestaðir leikir ráði úrslitum eftir að lið eyði milljónum í eitt tímabil er sturlað,“ segir Maté við mbl.is, og hann segir ákvörðun dagsins tekna af fólki „sem veit ekkert um íþróttir“. Langerfiðasta ákvörðun formanns KKÍ Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, sagði í Sportinu í dag að um gríðarlega erfiða ákvörðun hefði verið að ræða. „Því miður höfum við oft þurft að taka erfiðar ákvarðanir og það er hluti af því að stýra eins stóru sambandi og KKÍ. En þetta er klárlega langerfiðasta ákvörðun sem ég hef þurft að taka,“ sagði Hannes. Aðspurður hvort að nokkuð hefði legið á að taka ákvörðun strax svaraði formaðurinn: „Fyrst er þessi fjöldi erlendra leikmanna. Er ekki ósanngjarnt að spila ef þeir koma ekki aftur? Núna þurfa allir sem koma til Íslands að fara í tveggja vikna sóttkví. Hvað varir þetta lengi? Það getur enginn sagt það. Við tókum ákvörðun um að slaufa þessu því við sjáum ekki inn í endann. Að taka þessa ákvörðun eftir fjórar vikur væri hugsanlega alltof seint.“ Dominos-deild karla Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Formaður KKÍ: „Langerfiðasta ákvörðun sem ég hef tekið“ Hannes S. Jónsson segir að það hafi verið erfið ákvörðun að hætta keppni á Íslandsmótinu í körfubolta. 18. mars 2020 15:40 Mest lesið Söguleg frammistaða á Extra-leikunum: „Ég get ekki svekkt mig á þessu“ Körfubolti Kristín á sjötugsaldri og enn að bæta sig: „Amma Iron man“ Sport Einmanalegt hjá Salah í ræktinni Enski boltinn Einvígi Mbappé og Haaland í hættu Fótbolti Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn „Ég er svona hálfklökkur, kannski meira en hálfklökkur“ Sport Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Handbolti Alisson um Salah: „Afleiðing þess sem hann gerði“ Enski boltinn Brassar að gera sömu mistökin og áður með að fá ekki leik við Ísland Fótbolti Annar írskur sundmaður á Steraleikana Sport Fleiri fréttir Ármann - Grindavík | Ármenningar vilja stöðva taphrinuna Haukar - KR | Bæði lið á uppleið Söguleg frammistaða á Extra-leikunum: „Ég get ekki svekkt mig á þessu“ „Hann er ekkert eðlilega mikilvægur “ Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Tryggvi reif til sín flest fráköst Ármann - Þór Þ. 110-85 | Ármenningar komnir á blað Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit „Álftanes er með dýrt lið” Blikar unnu í Grafarvogi og fimm lið eru jöfn á toppnum Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Uppgjör: Tindastóll-ÍA 102-87 | Stólarnir unnu bangsaleikinn Uppgjörið: Valur - Njarðvík 94-86 | Valur átti síðasta áhlaupið og tryggði sér sigurinn Uppgjör: ÍR-Álftanes 97-86 | Skoruðu tíu fleiri þrista Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Frumsýna skemmtilegan gæðaleikmann í Breiðholti Spenna í Dalnum fyrir nýjum Kana 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Hilmar með fínan leik í bikarsigri Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Botnlið Hamars/Þórs nálægt sigri í Grindavík Böngsum mun rigna á Króknum á föstudaginn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda Sjá meira
Óhætt er að segja að það falli í grýttan jarðveg hjá þjálfara Hamars hvernig stjórn Körfuknattleikssambands Íslands hefur ákveðið að skilja við tímabilið 2019-20. KKÍ tilkynnti í dag að leiktíðinni væri lokið. Þar sem að ekki var öllum leikjum lokið í deildunum þurfti stjórnin að skera úr um hvað yrði um lið sem börðust um að komast upp í Domino‘s-deild eða að forðast fall þaðan. Niðurstaðan er meðal annars sú að Fjölnir fellur úr Domino‘s-deild karla og Höttur kemst upp úr 1. deild, en að ekki fari annað lið upp úr 1. deild og að ekki falli annað lið úr efstu deild en Fjölnir. Höttur var með 40 stig á toppi 1. deildar og átti tvo leiki eftir, líkt og Hamar sem var með 38 stig. Liðin áttu að mætast á föstudaginn í leik sem stillt hafði verið upp sem úrslitaleik um hvort liðanna endaði á toppi deildarinnar. Hamar átti því möguleika á að ná efsta sæti en hefði annars farið í umspil um sæti í úrvalsdeildinni, ef kórónuveiran hefði ekki sett allt úr skorðum. Máté Dalmay, þjálfari Hamars, er skiljanlega hryggur yfir niðurstöðunni og vandar KKÍ ekki kveðjuna í viðtali við mbl.is. „Þetta var eins og einhver nákominn manni hafi fallið frá og það á ósanngjarnan hátt. Ég hélt að þetta væri það eina sem gat ekki gerst. Ég hélt að annað hvort myndi ekkert lið fara upp né niður eða tvo lið fara upp og niður. Það er margt í þessu sem ég skil ekki og það eru engin rök fyrir. Þetta var einhver geðþóttaákvörðun sem er tekin á fundi í hádeginu á miðvikudegi á meðan að allar stærstu deildir heims ætla að taka sér 30 daga og ræða málin fram og til baka,“ segir Maté. Þjálfarinn bendir á að leikjaniðurröðun í 1. deildinni, sem sé í höndum KKÍ, ráði miklu um það að Höttur sé á þessum mikilvæga tímapunkti í efsta sæti. „Eina ástæðan fyrir því að Höttur er á undan okkur núna er leikjaröðun KKÍ. Það að leikjaniðurröðin og frestaðir leikir ráði úrslitum eftir að lið eyði milljónum í eitt tímabil er sturlað,“ segir Maté við mbl.is, og hann segir ákvörðun dagsins tekna af fólki „sem veit ekkert um íþróttir“. Langerfiðasta ákvörðun formanns KKÍ Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, sagði í Sportinu í dag að um gríðarlega erfiða ákvörðun hefði verið að ræða. „Því miður höfum við oft þurft að taka erfiðar ákvarðanir og það er hluti af því að stýra eins stóru sambandi og KKÍ. En þetta er klárlega langerfiðasta ákvörðun sem ég hef þurft að taka,“ sagði Hannes. Aðspurður hvort að nokkuð hefði legið á að taka ákvörðun strax svaraði formaðurinn: „Fyrst er þessi fjöldi erlendra leikmanna. Er ekki ósanngjarnt að spila ef þeir koma ekki aftur? Núna þurfa allir sem koma til Íslands að fara í tveggja vikna sóttkví. Hvað varir þetta lengi? Það getur enginn sagt það. Við tókum ákvörðun um að slaufa þessu því við sjáum ekki inn í endann. Að taka þessa ákvörðun eftir fjórar vikur væri hugsanlega alltof seint.“
Dominos-deild karla Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Formaður KKÍ: „Langerfiðasta ákvörðun sem ég hef tekið“ Hannes S. Jónsson segir að það hafi verið erfið ákvörðun að hætta keppni á Íslandsmótinu í körfubolta. 18. mars 2020 15:40 Mest lesið Söguleg frammistaða á Extra-leikunum: „Ég get ekki svekkt mig á þessu“ Körfubolti Kristín á sjötugsaldri og enn að bæta sig: „Amma Iron man“ Sport Einmanalegt hjá Salah í ræktinni Enski boltinn Einvígi Mbappé og Haaland í hættu Fótbolti Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn „Ég er svona hálfklökkur, kannski meira en hálfklökkur“ Sport Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Handbolti Alisson um Salah: „Afleiðing þess sem hann gerði“ Enski boltinn Brassar að gera sömu mistökin og áður með að fá ekki leik við Ísland Fótbolti Annar írskur sundmaður á Steraleikana Sport Fleiri fréttir Ármann - Grindavík | Ármenningar vilja stöðva taphrinuna Haukar - KR | Bæði lið á uppleið Söguleg frammistaða á Extra-leikunum: „Ég get ekki svekkt mig á þessu“ „Hann er ekkert eðlilega mikilvægur “ Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Tryggvi reif til sín flest fráköst Ármann - Þór Þ. 110-85 | Ármenningar komnir á blað Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit „Álftanes er með dýrt lið” Blikar unnu í Grafarvogi og fimm lið eru jöfn á toppnum Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Uppgjör: Tindastóll-ÍA 102-87 | Stólarnir unnu bangsaleikinn Uppgjörið: Valur - Njarðvík 94-86 | Valur átti síðasta áhlaupið og tryggði sér sigurinn Uppgjör: ÍR-Álftanes 97-86 | Skoruðu tíu fleiri þrista Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Frumsýna skemmtilegan gæðaleikmann í Breiðholti Spenna í Dalnum fyrir nýjum Kana 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Hilmar með fínan leik í bikarsigri Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Botnlið Hamars/Þórs nálægt sigri í Grindavík Böngsum mun rigna á Króknum á föstudaginn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda Sjá meira
Formaður KKÍ: „Langerfiðasta ákvörðun sem ég hef tekið“ Hannes S. Jónsson segir að það hafi verið erfið ákvörðun að hætta keppni á Íslandsmótinu í körfubolta. 18. mars 2020 15:40