Enski boltinn

Gerrard spilar ekki gegn City um helgina

NordicPhotos/GettyImages

Steven Gerrard, fyrirliði Liverpool, mun ekki leika með liði sínu þegar það mætir Manchester City á sunnudaginn.

Gerrard glímir við meiðsli í aftanverðu læri en björtustu vonir stóðu til um að hann yrði jafnvel á bekknum gegn City um helgina.

Rafa Benitez hefur staðfest að svo verði ekki og telur hann tæpan í leikinn gegn Real Madrid í Meistaradeildinni í næstu viku.

"Gerrard verður ekki tilbúinn í City-leikinn. Við vitum ekki hvort hann nær sér í næstu viku en við megum ekki við því að taka áhættu, svo hann verður ekki í liðinu um helgina," sagði Benitez á heimasíðu Liverpool.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×