Lífið

Systir Mörthu Stewart látin

Martha Stewart
Martha Stewart AFP/Nordicphotos
Systir Mörthu Stewart, Laura Plimpton, lést á þriðjudag.

Hún fékk blóðtappa í heila.

Andlát hinnar 59 ára gömlu Plimpton var tilkynnt starfsmönnum Stewart í tölvupósti, en Plimpton hafði starfað við hlið systur sinnar í meira en 25 ár.

Í tölvupóstinum segir að eiginmaður Plimpton hafi flýtt sér með hana á spítala þegar hún kenndi sér meins á þriðjudaginn, en tilraunir til endurlífgunar hafi mátt sín einskis.

Plimpton skilur eftir sig þrjú börn og var lýst í umræddum tölvupósti, sem breski vefmiðillinn Daily Mail komst yfir, sem „framúrskarandi starfsmanni, móður, eiginkonu og systur“.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.