Enski boltinn

Ronaldo rukkaður um þrjár milljónir

Það var ekki bara bíll Ronaldo sem fór illa í útafkeyrslunni
Það var ekki bara bíll Ronaldo sem fór illa í útafkeyrslunni AFP

Cristiano Ronaldo, leikmaður Manchester United, hefur fengið þriggja milljón króna rukkun frá flugstöðinni í Manchester eftir að hann klessukeyrði 30 milljón króna Ferrari sinn í undirgöngum hennar í síðasta mánuði.

Breska blaðið Daily Mirror segir að ráðamenn flugstöðvarinnar hafi sett sig í samband við tryggingafyrirtæki leikmannsins og heimtað að fá skemmdirnar sem bíllinn olli greiddar að fullu.

Bíll Ronaldo er gjörónýtur eftir áreksturinn, en leikmaðurinn slapp án skrámu. Við áreksturinn skemmdist múrveggur, vegrið og hurð.

Portúgalski leikmaðurinn ætti ekki að verða gjaldþrota þó hann þurfi að borga þessar þrjár milljónir, því hann hefur annað eins í laun á degi hverjum fyrir að spila fótbolta.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×