Innlent

Skákeinvígi aldarinnar fagnað í Reykjavík

Sæll og blessaður. Bobby og Boris takast hér í hendur.
Sæll og blessaður. Bobby og Boris takast hér í hendur. mynd/afp
Borgarstjórn Reykjavíkur samþykkti í dag með öllum greiddum atkvæðum tillögu að þess verði minnst á næsta ári að þá verða fjörutíu ár liðin frá heimsmeistaraeinvíginu í skák milli Bobby Ficher og Boris Spassky, sem hefur verið nefnt mesta skákeinvígi síðustu aldar. Einvígið fór fram 1. júlí til 3. september 1972 í Reykjavík. Samþykkt var að efnt verði til sérstakrar afmælisdagskrár og sýningarhalds af þessu tilefni. Í greinargerð tillögunnar segir a það sé vel við hæfi að halda minningunni á lofti og stuðla að því að það geti orðið íþróttinni hérlendis lyftistöng.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×