Innlent

Rauf skilorð

Kannabisplanta
Kannabisplanta
Karlmaður á fertugsaldri hefur verið dæmdur í þriggja mánaða fangelsi fyrir að hafa í júlí á síðasta ári haft í vörslum sínum þrjátíu og sjö kannabisplöntur.

Maðurinn var í febrúar 2009 dæmdur í þriggja mánaða fangelsi, skilorðsbundið í tvö ár, fyrir hótanir, brot gegn valdstjórninni og vopnalagabrot. Hann rauf því skilorð og verður því skilorðsdómurinn tekinn upp.

Maðurinn játaði brot sitt fyrir dómara.

Þá var annar karlmaður á fertugsaldri einnig dæmdur í héraðsdómi í dag fyrir að hafa í vörslum sínum kannabisplöntur. Sá var dæmdur í tveggja mánaða fangelsi, skilorðsbundið til tveggja ára. Hann játaði brot sitt fyrir dómi.

Lögregla fann við leit í húsi sem hann hafði til umráða um 15 grömm af marijúana, um 120 grömm af kannabislaufum og 46 kannabisplöntur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×