Innlent

Guðmundur Steingrímsson og Besti flokkurinn undirbúa þingframboð

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Guðmundur Steingrímsson staðfesti í kvöld að hann ynni að þingframboði með Besta flokknum.
Guðmundur Steingrímsson staðfesti í kvöld að hann ynni að þingframboði með Besta flokknum. Mynd/ Anton.
Guðmundur Steingrímsson og Besti flokkurinn ætla að bjóða fram saman í næstu þingkosningum. Guðmundur Steingrímsson staðfesti þetta í samtali við RÚV í kvöld. Hann segir að menn hafi verið að hittast að undanförnu og tala saman.

„Við eigum það mikla samleið og fleiri einstaklingar og fleiri hópar að mér synist bara vera mjög víðtækur áhugi á nýjum ferskum framboðum,“ segir Guðmundur.

Hann segir að margt sé enn ógert, til dæmis að finna nafn á framboðið. „Þetta gerist skref fyrir skref en áhuginn er mikill og hann er víða,“ segir Guðmundur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×