Erlent

Rauðir íkornar að útrýmast á Ítalíu

BBI skrifar
Mynd/Getty
Rauðir íkornar hafa smám saman týnt tölunni á stórum svæðum á Ítalíu og vísindamenn hafa áhyggjur af yfirvofandi útrýmingu þeirra í landinu. Ástæðan er innrás grárra íkorna og sívaxandi umsvif þeirra.Ástæðan er innrás grárra íkorna og sívaxandi umsvif þeirra.

Þetta kemur fram í breska blaðinu The Guardian í dag. Rauðir íkornar eru hefðbundna afbrigðið af íkornum í Evrópu. Gráu íkornarnir fundust hins vegar ekki á Ítalíu fyrr en árið 1948 þegar bandaríski sendiherrann gaf landinu fjögur dýr. Þau voru fyrst geymd í Torino en sluppu fljótt út í náttúruna og fjölguðu sér gríðarlega.

Gráa afbrigðið er árásargjarnara og því ræðast það inn á svæði rauða íkornans og tekur yfir. En ekki nóg með það heldur ber það einnig með sér vírus sem stráfellir rauðu íkornana. Gráu íkornarnir eru aftur á móti ónæmir fyrir vírusnum sem hefur engin áhrif á þá.

Vísindamenn óttast að rauði íkornastofninn þurrkist smátt og smátt út og gráa afbrigðið fjölgi sér enn frekar og teygi anga sína allt til Frakklands á næstu árum. Þeir kalla eftir auknum rannsóknum á áhrifum grárra íkorna á lífríki Evrópu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×