Erlent

Heliosvél snúið við vegna bilunar

Flugvél kýpverska flugfélagsins Helios þurfti að snúa aftur til Kýpur þegar bilunar varð vart skömmu eftir flugtak. Þetta er í þriðja skipti á innan við mánuði sem flugvélar félagsins verða að breyta út af áætlun sinni vegna tæknivandamála. 121 fórst þegar flugvél frá Helios hrapaði í fjöllunum norður af Aþenu, höfuðborg Grikklands, í ágúst.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×