Lífið

Vaxmynd Amy Winehouse afhjúpuð

Foreldrar Amy Winehouse.
Foreldrar Amy Winehouse.

Foreldrar Amy Winehouse afhjúpuðu vaxmynd af dóttur sinni á Madame Tussauds vaxmyndasafninu í Lundúnum sem er að þeirra mati hraustlegri útgáfan af henni.

Faðir hennar sagði við GMTV: Við ætlum að taka þessa með heim og senda lifandi útgáfuna hingað á safnið.

Amy Winehouse og vaxútgáfan af henni.

20 myndhöggvarar voru fengnir í verkið sem tók fjóra og hálfan mánuð í vinnslu sökum þess að söngkonan var ekki fær um að sitja fyrir sökum veikinda.

Listamennirnir lögðu sig fram við að horfa á myndbönd og myndir af Amy við sköpunina því húðflúrin, augnfarðinn og hárið kröfðust nákvæmnisvinnu af þeirra hálfu.

26 ára söngkonan hefur markað djúp spor í tónlistarsögu heimsins en hún hefur selt yfir 40 milljónir platna og unnið til fjölda verðlauna.

Eftirlíking Winehouse stendur með vaxmyndum Michael Jackson, Bítlunum, Jimi Hendrix, Beyonce Knowles og Kylie Minogue svo einhverjar séu nefndar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.