Lífið

„Emo“ bannað í Rússlandi?

Steinþór Helgi Arnsteinsson skrifar
My Chemical Romance
My Chemical Romance

Ný rússnesk lög gætu komið í veg fyrir að ungmenni fái að aðhyllast emo-lífstílinn svokallaða.

Emo er fyrirbrigði úr rokktónlistargeiranum og er stytting á emotional, sem á íslensku má einfaldlega þýða sem tilfinningaríkt rokk. Emo-rokki fylgir oft svart hár með síðan topp yfir andlitið, göt á líkamann og dökkur klæðnaður sem minnir oft á goth en er þó ekki alveg eins drungalegur.

Verði löggjöfin samþykkt verða allar emo-vefsíður bannaðar, sem og emo-klæðnaður. Óttast ráðamenn Rússlands að emo-lífstíllinn ýti undir þunglyndi og sjálfsmorð.

Emo-krakkar víðs vegar í Rússlandi hafa harðlega mótmælt löggjöfinni. Liðsmaður rússnesku emo-sveitarinnar MAIO var einn þeirra og sagði að það ætti ekki að vera bannað með lögum að „tjá sálrænar tilfinningar."

Fyrr á árinu mótmæltu aðdáendur hljómsveitarinnar My Chemical Romance fyrir utan ritstjórnarskrifstofu breska blaðsins The Daily Mail en blaðið hafði þá birt grein sem tengdi emo við sjálfsmorð.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.