„Ferðasjúki barþjónninn“ var ekki spenntur fyrir að koma aftur til Íslands Birgir Olgeirsson skrifar 11. janúar 2016 11:47 Denis Fokin á leið í dómssal fyrir héraði árið 2007. Vísir/GVA Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt Eistlendinginn Konstantin Deniss Fokin til sex mánaða fangelsisvistar fyrir fjársvik. Var hann sakaður um að hafa svikið út farmiða í flug á vegum Icelandair að andvirði 2.212 evrum sem nam 327 þúsund íslenskum krónum í júlí árið 2015. Við greiðslu á miðunum gaf hann upp greiðslukortanúmer sem tilheyrði öðrum manni. Hann var stöðvaður af tollvörðum í Flugstöð Leifs Eiríkssonar aðfaranótt þriðjudagsins 28. júlí í fyrra við komu til landsins með flugi frá Amsterdam, Hollandi. Í fórum hans fannst meðal annars fjöldi kreditkorta sem ekki báru með sér að vera í hans eigu. Enn fremur fannst í farangri hans mikið magn af óútfylltum brottfararspjöldum frá mismunandi flugfélögum, merkimiðar ætlaðir áhafnarmeðlimum frá ýmsum flugfélögum og óútfylltir úttektarmiðar fyrir hótel. Fyrir dómi sagðist maðurinn hafa verið í rútu á leið frá Tallin í Eistlandi og hefði förinni verið heitið til Þýskalands með viðkomu í Riga í Lettlandi, Vilnius í Litháen og Póllandi. Lokaáfangastaður hans hefði ekki verið Ísland heldur Gíbraltar, þar sem hann kvaðst halda heimili. Á leiðinni barst honum hins vegar símtal frá konu sem hann sagði vera með tvöfalt ríkisfang, franskt og úkraínskt. Í símtalinu hefðu þau rætt viðskipti sem þau standa saman að. Sagði hann konuna hafa óskað eftir aðstoð hans á ákveðnu máli og beðið hann að fara til Íslands. Átti hún að hafa veitt ákærða upplýsingar um flugið til Íslands. Fram kom í máli mannsins að hann hefði ekki verið spenntur að fara til Íslands en hefði látið til leiðast vegna viðskipta hans og konunnar. Þegar hann var spurður frekar út í viðskipti hans og konunnar neitaði hann að ræða það frekar. Spurður hvers vegna nafn hans hefði ekki verið ritað með réttum hætti við bókanirnar sagði maðurinn að hann hefði lent í vandræðum á Íslandi árið 2007 og því verið á svörtum lista. Hann hefði viljað forðast vandræði vegna þessa fyrra máls. Hann hlaut fjögurra mánaða dóm hér á landi árið 2007 fyrir að hafa svikið tæpa milljón út úr Icelandair og var nefndur „ferðasjúki barþjónninn“ í umfjöllun Vísis. Héraðsdómur Reykjaness taldi framburð mannsins ekki trúverðugan og dæmdi hann til sex mánaða fangelsisvistar en til frádráttar kemur gæsluvarðhald sem hann sætt frá 28. Júlí til 26. Ágúst í fyrra. Var hann einnig dæmdur til að endurgreiða Icelandair andvirði flugmiðanna. Tengdar fréttir Fingralangur fjársvikari og barþjónn í gæsluvarðhaldi fram á nýtt ár „Ferðasjúki barþjónninn“ Konstantin Deniss Fokin sneri aftur til Íslands í sumar og virðist hafa tekið upp fyrri iðju. 15. desember 2015 14:46 Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Fleiri fréttir Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Sjá meira
Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt Eistlendinginn Konstantin Deniss Fokin til sex mánaða fangelsisvistar fyrir fjársvik. Var hann sakaður um að hafa svikið út farmiða í flug á vegum Icelandair að andvirði 2.212 evrum sem nam 327 þúsund íslenskum krónum í júlí árið 2015. Við greiðslu á miðunum gaf hann upp greiðslukortanúmer sem tilheyrði öðrum manni. Hann var stöðvaður af tollvörðum í Flugstöð Leifs Eiríkssonar aðfaranótt þriðjudagsins 28. júlí í fyrra við komu til landsins með flugi frá Amsterdam, Hollandi. Í fórum hans fannst meðal annars fjöldi kreditkorta sem ekki báru með sér að vera í hans eigu. Enn fremur fannst í farangri hans mikið magn af óútfylltum brottfararspjöldum frá mismunandi flugfélögum, merkimiðar ætlaðir áhafnarmeðlimum frá ýmsum flugfélögum og óútfylltir úttektarmiðar fyrir hótel. Fyrir dómi sagðist maðurinn hafa verið í rútu á leið frá Tallin í Eistlandi og hefði förinni verið heitið til Þýskalands með viðkomu í Riga í Lettlandi, Vilnius í Litháen og Póllandi. Lokaáfangastaður hans hefði ekki verið Ísland heldur Gíbraltar, þar sem hann kvaðst halda heimili. Á leiðinni barst honum hins vegar símtal frá konu sem hann sagði vera með tvöfalt ríkisfang, franskt og úkraínskt. Í símtalinu hefðu þau rætt viðskipti sem þau standa saman að. Sagði hann konuna hafa óskað eftir aðstoð hans á ákveðnu máli og beðið hann að fara til Íslands. Átti hún að hafa veitt ákærða upplýsingar um flugið til Íslands. Fram kom í máli mannsins að hann hefði ekki verið spenntur að fara til Íslands en hefði látið til leiðast vegna viðskipta hans og konunnar. Þegar hann var spurður frekar út í viðskipti hans og konunnar neitaði hann að ræða það frekar. Spurður hvers vegna nafn hans hefði ekki verið ritað með réttum hætti við bókanirnar sagði maðurinn að hann hefði lent í vandræðum á Íslandi árið 2007 og því verið á svörtum lista. Hann hefði viljað forðast vandræði vegna þessa fyrra máls. Hann hlaut fjögurra mánaða dóm hér á landi árið 2007 fyrir að hafa svikið tæpa milljón út úr Icelandair og var nefndur „ferðasjúki barþjónninn“ í umfjöllun Vísis. Héraðsdómur Reykjaness taldi framburð mannsins ekki trúverðugan og dæmdi hann til sex mánaða fangelsisvistar en til frádráttar kemur gæsluvarðhald sem hann sætt frá 28. Júlí til 26. Ágúst í fyrra. Var hann einnig dæmdur til að endurgreiða Icelandair andvirði flugmiðanna.
Tengdar fréttir Fingralangur fjársvikari og barþjónn í gæsluvarðhaldi fram á nýtt ár „Ferðasjúki barþjónninn“ Konstantin Deniss Fokin sneri aftur til Íslands í sumar og virðist hafa tekið upp fyrri iðju. 15. desember 2015 14:46 Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Fleiri fréttir Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Sjá meira
Fingralangur fjársvikari og barþjónn í gæsluvarðhaldi fram á nýtt ár „Ferðasjúki barþjónninn“ Konstantin Deniss Fokin sneri aftur til Íslands í sumar og virðist hafa tekið upp fyrri iðju. 15. desember 2015 14:46