NFL: Rodgers minnti á sig í sigri Green Bay Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 11. janúar 2016 08:00 Aaron Rodgers náði að þagga niður í efasemdarröddum með öflugri frammistöðu gegn Washington Redskins í síðasta leik helgarinnar í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Washington byrjaði mun betur í leiknum og komst í 11-0 forystu en Green Bay hrökk þá í gang og vann leikinn að lokum, 35-18. Eftir rólega byrjun sá Rodgers til þess að Green Bay skoraði sautján stig í röð, með snertimarkssendingum á þá Randall Cobb og Davante Adams. Þá tóku hlaupararnir við en eftir að hafa verið með aðeins sautján jarda í fyrri hálfleik náði Green Bay samtals 141 hlaupajarda í þeim síðari. Þeir Eddie Lacy og James Starks skoruðu báðir snertimark þar að auki. Eftir góða byrjun á tímabilinu hafði Green Bay hikstað nokkuð á síðari hluta tímabilsins og reiknuðu margir með því að liðið myndi lenda í erfiðleikum í Washington í nótt. En Rodgers er þaulreyndur í úrslitakeppninni og sýndi að hann er enn einn besti leikmaður deildarinnar. Washington vann síðustu fjóru leiki sína í deildakeppninni en voru stöðvaðir í nótt. Innherjinn Jordan Reed átti stórleik (120 jardar, eitt snertimark) en það dugði ekki til. Þar með er ljóst að Green Bay mætir Arizona Cardinals um næstu helgi en átta lið eru nú eftir í baráttunni um meistaratitilinn.Næstu leikir:Laugardagur 16. janúar: 21.35: New England - Kansas City 01.15: Arizona - Green BaySunnudagur 17. janúar: 18.05: Carolina - Seattle 21.40: Denver - Pittsburgh NFL Tengdar fréttir NFL: Höfðingjarnir frá Kansas City enduðu 22 ára bið í nótt Kansas City Chiefs varð fyrsta liðið í tíu ár til að fá ekki á sig stig í úrslitakeppni ameríska fótboltans þegar liðið vann 30-0 sigur á Houston Texans í opnunarleik úrslitakeppni NFL-deildarinnar í nótt. 10. janúar 2016 10:00 NFL: Reimarnar út eins og í Ace Ventura og Seattle vann Seattle Seahawks liðið hafði heldur betur heppnina með sér í naumum 10-9 sigri á Minnesota Vikings í leik liðanna í úrslitakeppni Þjóðardeildar ameríska fótboltans í kvöld. 10. janúar 2016 21:20 NFL: Eyðilögðu endurkomuna með eintómu klúðri í lokin Leikstjórnandinn Ben Roethlisberger kom til baka úr klefanum og leiddi lokasókn Pittsburgh Steelers í 18-16 útisigri á Cincinnati Bengals í úrslitakeppni ameríska fótboltans í nótt. 10. janúar 2016 10:18 Mest lesið Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sport Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Fótbolti Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Fótbolti Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ Sport Gaman í íslenska klefanum eftir leik Fótbolti „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Körfubolti Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú Fótbolti Fleiri fréttir „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ „Ég skulda „Tannlækninum“ afsökunarbeiðni“ Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Gaman í íslenska klefanum eftir leik Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Dagskráin í dag: Alvöru körfuboltakvöld og Færeyjar elta HM-draum Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Meistararnir stungu af í seinni Sjáðu mörk ungu strákanna okkar Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú „Ætla ekki að horfa oft á seinni hálfleikinn til að skemmta mér“ „Það var kominn tími til að ég myndi skora eitt mark“ „Mikill heiður fyrir mig og mína fjölskyldu“ Einkunnir Íslands: Albert og Sverrir Ingi með mörkin „Sagði við Albert að ég ætlaði að reyna að finna hann eins mikið og ég gat“ Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Haaland verður á HM og langri bið Noregs lýkur Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna Sjáðu mörk Íslands í Bakú Sjá meira
Aaron Rodgers náði að þagga niður í efasemdarröddum með öflugri frammistöðu gegn Washington Redskins í síðasta leik helgarinnar í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Washington byrjaði mun betur í leiknum og komst í 11-0 forystu en Green Bay hrökk þá í gang og vann leikinn að lokum, 35-18. Eftir rólega byrjun sá Rodgers til þess að Green Bay skoraði sautján stig í röð, með snertimarkssendingum á þá Randall Cobb og Davante Adams. Þá tóku hlaupararnir við en eftir að hafa verið með aðeins sautján jarda í fyrri hálfleik náði Green Bay samtals 141 hlaupajarda í þeim síðari. Þeir Eddie Lacy og James Starks skoruðu báðir snertimark þar að auki. Eftir góða byrjun á tímabilinu hafði Green Bay hikstað nokkuð á síðari hluta tímabilsins og reiknuðu margir með því að liðið myndi lenda í erfiðleikum í Washington í nótt. En Rodgers er þaulreyndur í úrslitakeppninni og sýndi að hann er enn einn besti leikmaður deildarinnar. Washington vann síðustu fjóru leiki sína í deildakeppninni en voru stöðvaðir í nótt. Innherjinn Jordan Reed átti stórleik (120 jardar, eitt snertimark) en það dugði ekki til. Þar með er ljóst að Green Bay mætir Arizona Cardinals um næstu helgi en átta lið eru nú eftir í baráttunni um meistaratitilinn.Næstu leikir:Laugardagur 16. janúar: 21.35: New England - Kansas City 01.15: Arizona - Green BaySunnudagur 17. janúar: 18.05: Carolina - Seattle 21.40: Denver - Pittsburgh
NFL Tengdar fréttir NFL: Höfðingjarnir frá Kansas City enduðu 22 ára bið í nótt Kansas City Chiefs varð fyrsta liðið í tíu ár til að fá ekki á sig stig í úrslitakeppni ameríska fótboltans þegar liðið vann 30-0 sigur á Houston Texans í opnunarleik úrslitakeppni NFL-deildarinnar í nótt. 10. janúar 2016 10:00 NFL: Reimarnar út eins og í Ace Ventura og Seattle vann Seattle Seahawks liðið hafði heldur betur heppnina með sér í naumum 10-9 sigri á Minnesota Vikings í leik liðanna í úrslitakeppni Þjóðardeildar ameríska fótboltans í kvöld. 10. janúar 2016 21:20 NFL: Eyðilögðu endurkomuna með eintómu klúðri í lokin Leikstjórnandinn Ben Roethlisberger kom til baka úr klefanum og leiddi lokasókn Pittsburgh Steelers í 18-16 útisigri á Cincinnati Bengals í úrslitakeppni ameríska fótboltans í nótt. 10. janúar 2016 10:18 Mest lesið Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sport Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Fótbolti Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Fótbolti Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ Sport Gaman í íslenska klefanum eftir leik Fótbolti „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Körfubolti Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú Fótbolti Fleiri fréttir „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ „Ég skulda „Tannlækninum“ afsökunarbeiðni“ Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Gaman í íslenska klefanum eftir leik Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Dagskráin í dag: Alvöru körfuboltakvöld og Færeyjar elta HM-draum Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Meistararnir stungu af í seinni Sjáðu mörk ungu strákanna okkar Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú „Ætla ekki að horfa oft á seinni hálfleikinn til að skemmta mér“ „Það var kominn tími til að ég myndi skora eitt mark“ „Mikill heiður fyrir mig og mína fjölskyldu“ Einkunnir Íslands: Albert og Sverrir Ingi með mörkin „Sagði við Albert að ég ætlaði að reyna að finna hann eins mikið og ég gat“ Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Haaland verður á HM og langri bið Noregs lýkur Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna Sjáðu mörk Íslands í Bakú Sjá meira
NFL: Höfðingjarnir frá Kansas City enduðu 22 ára bið í nótt Kansas City Chiefs varð fyrsta liðið í tíu ár til að fá ekki á sig stig í úrslitakeppni ameríska fótboltans þegar liðið vann 30-0 sigur á Houston Texans í opnunarleik úrslitakeppni NFL-deildarinnar í nótt. 10. janúar 2016 10:00
NFL: Reimarnar út eins og í Ace Ventura og Seattle vann Seattle Seahawks liðið hafði heldur betur heppnina með sér í naumum 10-9 sigri á Minnesota Vikings í leik liðanna í úrslitakeppni Þjóðardeildar ameríska fótboltans í kvöld. 10. janúar 2016 21:20
NFL: Eyðilögðu endurkomuna með eintómu klúðri í lokin Leikstjórnandinn Ben Roethlisberger kom til baka úr klefanum og leiddi lokasókn Pittsburgh Steelers í 18-16 útisigri á Cincinnati Bengals í úrslitakeppni ameríska fótboltans í nótt. 10. janúar 2016 10:18