Vegna breyttrar ferðatilhögunar hjá Buena Vista Social Club flokknum verður örlítil breyting á tímasetningum á tónleikunum.
Auglýst var að húsið opnaði kl 19.00 og tónleikarnir hæfust kl 20.00, Þessu hefur nú verið breytt og mun húsið opna kl 20.00 og tónleikarnir hefjast kl 21.00
Tónleikar sveitarinnar á Íslandi eru þeir síðustu í Evróputónleikaferð sem staðið hefur í rúma tvo mánuði. Hljómsveitin hefur allstaðar fengið afbragðs dóma fyrir tónleika sína og því ljóst að hljómsveitin kemur til Íslands í mjög góðu formi.
Til að fyrirbyggja misskilning er rétt að það komi fram að tónleikarnir eru fyrir standandi áhorfendur en þó verða stúkurnar í Valsheimilinu dregnar fram og gestir geta hvílt sig á dansinum. Veitngasala verður á tónleikunum og búist við léttri suðrænni stemmingu í húsinu.
Enn eru til á miðar á tónleikana og eru þeir seldir á midi.is og við inganginn í Vodafonehöllina að Hlíðarenda.
Þetta kemur fram í tilkynningu frá tónleikahöldurum.