Arnþrúður segir símatíma Útvarps Sögu höfundarréttarvarinn Birgir Olgeirsson skrifar 11. janúar 2016 16:07 Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu, hefur krafið Björk Eiðsdóttur, ritstjóra tímaritsins Man, um að innkalla öll eintök Man sem kom út 7. janúar síðastliðinn. Í umræddu tölublaði er að finna grein eftir blaðamanninn Þórarinn Þórarinsson sem nefnist „Góðir hlustendur“ en þar fjallar hann um helstu innhringjendur útvarpsstöðvarinnar, það er þá sem eru hvað duglegastir við að hringja inn í símatíma Útvarps Sögu og segja sína skoðun á málefnum líðandi stundar. Í skeyti sem Arnþrúður sendir Björk er krafist innköllunar vegna ólöglegrar birtingar á efni í Útvarps Sögu, að því er varðar myndir og texta. Er því haldið fram að birting og dreifing á efninu sé skýlaust brot á lögum. Um er að ræða þrjár myndir, annars vegar af Arnþrúði og Pétri Gunnlaugssyni, þáttastjórnanda á Sögu, í sitthvoru lagi og hins vegar mynd af þeim tveimur ásamt Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra sem Björk segir að hafi verið birtar á Facebook-síðu Útvarps Sögu. Varðandi textann þá heldur Arnþrúður því fram að það sé lögbrot að skrifta upp ummæli innhringjenda Sögu og birta á öðrum miðli, en það er það sem Þórarinn gerir meðal annars í þessari grein.Skeytið sem Björk fékk frá Arnþrúði.Ritstjórinn efast um að hann innkalli blaðið „Hún vill að ég innkalli blaðið, sem ég efast um að ég geri,“ segir Björk Eiðsdóttir í samtali við Vísi um málið. „Þetta er um innhringitímann í Útvarpi Sögu þar sem eru teknir fyrir þekktustu innhringjendurnir. Það er greinilegt að Arnþrúður er ekki sátt við þessa grein. Það eru engar meiningar í rauninni á bak við þessa grein. Ég held að það sé frekar þeim til hróss að vera með innhringi tíma þar sem þjóðin fær að tala. Svo talar greinin bara sínu máli hvað fólk er að segja í þessum innhringi tíma,“ segir Björk. Segir blaðamanninn hafa verið á launum hjá Útvarpi Sögu Aðspurð segir Arnþrúður Karlsdóttir ekki gefa Björk einhvern tímaramma á það hvenær hún þarf að hafa orðið við þessari kröfu Arnþrúðar um innköllun blaðsins. „Hún hlýtur að gera sér grein fyrir því sem ritstjóri ef hún stelur efni og birtir það,“ segir Arnþrúður en útvarpsstöðin er með sinn lögmann í málinu. „Henni er gefin kostur á innkalla blaðið því þar er stolið efni og stolnar myndir,“ segir Arnþrúður. Hún bendir á að Þórarinn Þórarinsson hafi verið ráðinn tímabundið til að skrifa efni inn á vef Útvarps Sögu í nóvember og desember síðastliðnum. „Greinin er unnin af manni sem var hér í vinnu á launum á meðan hann skrifaði níðgrein um Sögu,“ segir Arnþrúður um Þórarinn. Ekki náðist í Þórarinn við vinnslu fréttarinnar. „Þórarinn skrifaði þetta og Björk og hefur eflaust látið hann gera þetta. Og við borguðum launin,“ segir Arnþrúður. Bannað að skrifta upp úr símatíma Sögu án leyfis Hún segir bannað að skrifta upp úr símatíma Útvarps Sögu án leyfis. „Þetta efni er höfundarréttarvarið, bæði texti og myndir. Og einhver sem er starfsmaður hjá okkur hefur ekki heimild til að vera hér á fullum launum og stela efni og nota það annars staðar,“ segir Arnþrúður. Mest lesið Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Innlent Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Innlent Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Innlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Fleiri fréttir Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sjá meira
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu, hefur krafið Björk Eiðsdóttur, ritstjóra tímaritsins Man, um að innkalla öll eintök Man sem kom út 7. janúar síðastliðinn. Í umræddu tölublaði er að finna grein eftir blaðamanninn Þórarinn Þórarinsson sem nefnist „Góðir hlustendur“ en þar fjallar hann um helstu innhringjendur útvarpsstöðvarinnar, það er þá sem eru hvað duglegastir við að hringja inn í símatíma Útvarps Sögu og segja sína skoðun á málefnum líðandi stundar. Í skeyti sem Arnþrúður sendir Björk er krafist innköllunar vegna ólöglegrar birtingar á efni í Útvarps Sögu, að því er varðar myndir og texta. Er því haldið fram að birting og dreifing á efninu sé skýlaust brot á lögum. Um er að ræða þrjár myndir, annars vegar af Arnþrúði og Pétri Gunnlaugssyni, þáttastjórnanda á Sögu, í sitthvoru lagi og hins vegar mynd af þeim tveimur ásamt Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra sem Björk segir að hafi verið birtar á Facebook-síðu Útvarps Sögu. Varðandi textann þá heldur Arnþrúður því fram að það sé lögbrot að skrifta upp ummæli innhringjenda Sögu og birta á öðrum miðli, en það er það sem Þórarinn gerir meðal annars í þessari grein.Skeytið sem Björk fékk frá Arnþrúði.Ritstjórinn efast um að hann innkalli blaðið „Hún vill að ég innkalli blaðið, sem ég efast um að ég geri,“ segir Björk Eiðsdóttir í samtali við Vísi um málið. „Þetta er um innhringitímann í Útvarpi Sögu þar sem eru teknir fyrir þekktustu innhringjendurnir. Það er greinilegt að Arnþrúður er ekki sátt við þessa grein. Það eru engar meiningar í rauninni á bak við þessa grein. Ég held að það sé frekar þeim til hróss að vera með innhringi tíma þar sem þjóðin fær að tala. Svo talar greinin bara sínu máli hvað fólk er að segja í þessum innhringi tíma,“ segir Björk. Segir blaðamanninn hafa verið á launum hjá Útvarpi Sögu Aðspurð segir Arnþrúður Karlsdóttir ekki gefa Björk einhvern tímaramma á það hvenær hún þarf að hafa orðið við þessari kröfu Arnþrúðar um innköllun blaðsins. „Hún hlýtur að gera sér grein fyrir því sem ritstjóri ef hún stelur efni og birtir það,“ segir Arnþrúður en útvarpsstöðin er með sinn lögmann í málinu. „Henni er gefin kostur á innkalla blaðið því þar er stolið efni og stolnar myndir,“ segir Arnþrúður. Hún bendir á að Þórarinn Þórarinsson hafi verið ráðinn tímabundið til að skrifa efni inn á vef Útvarps Sögu í nóvember og desember síðastliðnum. „Greinin er unnin af manni sem var hér í vinnu á launum á meðan hann skrifaði níðgrein um Sögu,“ segir Arnþrúður um Þórarinn. Ekki náðist í Þórarinn við vinnslu fréttarinnar. „Þórarinn skrifaði þetta og Björk og hefur eflaust látið hann gera þetta. Og við borguðum launin,“ segir Arnþrúður. Bannað að skrifta upp úr símatíma Sögu án leyfis Hún segir bannað að skrifta upp úr símatíma Útvarps Sögu án leyfis. „Þetta efni er höfundarréttarvarið, bæði texti og myndir. Og einhver sem er starfsmaður hjá okkur hefur ekki heimild til að vera hér á fullum launum og stela efni og nota það annars staðar,“ segir Arnþrúður.
Mest lesið Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Innlent Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Innlent Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Innlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Fleiri fréttir Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sjá meira