Gönguskíði aldrei vinsælli á Íslandi Guðrún Ansnes skrifar 11. janúar 2016 06:00 Talið er að um fimm til sex hundruð manns hafi verið á gönguskíðum í gær í Bláfjöllum. Fréttablaðið/Anton „Bara í gær höfðu um hundrað og tuttugu manns skrifað í gestabókina hjá mér, sem er bara brot þeirra sem fóru á gönguskíði. Ég myndi telja að allt í allt hafi verið á bilinu fimm til sexhundruð manns á gönguskíðum hérna í gær,“ segir Þóroddur um þá stemningu sem ríkti í Bláfjöllum í gær þar sem lagt var þrettán kílómetra spor uppá heiði, sem telst nokkuð óvenjulegt, en allajafna er fjögurra kílómetra spor látið duga.„Þetta er mjög greinileg sprengiþróun, það er nánast fullt á öll námskeið hjá okkur, og við erum með í það heila um hundrað og tuttugu manns á námskeiðum núna,“ bendir Þóroddur á, og segir fjölda meðlima í félaginu nú á fyrstu vikum ársins fjórðungi meiri en á öllu síðasta ári. Auður Kristín Ebenesersdóttir skíðakennari tekur undir með Þóroddi. „Við ætluðum bara að vera einu sinni með námskeið, þá tíu til tólf manns á hvorn kennara, en urðum sífellt að bæta við og enduðum með hundrað manns, og þannig tíu hópa.“ Aðspurð um hvers vegna íþróttin sé jafn vinsæl nú og raun ber vitni, nefna þau bæði fjölíþróttaverkefnið Landvættinn, sem sífellt fleiri taki þátt í en þar sé 50 kílómetra skíðaganga og segja íslendinga iðulega ætla sér allt eða ekkert.Friðrika Hjördís Geirsdóttir, Rikka.Vísir/StefánFriðrika Hjördís Geirsóttir er ein þeirra sem eru að stíga sín fyrstu skref á gönguskíðum. „Ég hef ekki verið áður á gönguskíðum en ætla að taka Landvættinn í ár, svo ég er komin á fullt,“ útskýrir hún og segir greinilegt að sífellt fleiri hafi áhuga á slíkum þrekraunum hér á landi. „Ég fann að nú var rétti tíminn í mínu lífi, en ég æfi með skemmtilegu fólki sem ætlar sér allt að fara í Landvættinn, en við vorum upphaflega saman í hjólahóp og fjallgönguhóp og svo nú þetta. Ég held að fólk sé alltaf að leita að nýjum leiðum til að hreyfa sig og að áskorunum.“ Til að hljóta titilinn Landvætturinn verður viðkomandi að ljúka tilteknum raunum í öllum landshlutum á innan við tólf mánuðum. Mest lesið „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Erlent Fleiri fréttir Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Sjá meira
„Bara í gær höfðu um hundrað og tuttugu manns skrifað í gestabókina hjá mér, sem er bara brot þeirra sem fóru á gönguskíði. Ég myndi telja að allt í allt hafi verið á bilinu fimm til sexhundruð manns á gönguskíðum hérna í gær,“ segir Þóroddur um þá stemningu sem ríkti í Bláfjöllum í gær þar sem lagt var þrettán kílómetra spor uppá heiði, sem telst nokkuð óvenjulegt, en allajafna er fjögurra kílómetra spor látið duga.„Þetta er mjög greinileg sprengiþróun, það er nánast fullt á öll námskeið hjá okkur, og við erum með í það heila um hundrað og tuttugu manns á námskeiðum núna,“ bendir Þóroddur á, og segir fjölda meðlima í félaginu nú á fyrstu vikum ársins fjórðungi meiri en á öllu síðasta ári. Auður Kristín Ebenesersdóttir skíðakennari tekur undir með Þóroddi. „Við ætluðum bara að vera einu sinni með námskeið, þá tíu til tólf manns á hvorn kennara, en urðum sífellt að bæta við og enduðum með hundrað manns, og þannig tíu hópa.“ Aðspurð um hvers vegna íþróttin sé jafn vinsæl nú og raun ber vitni, nefna þau bæði fjölíþróttaverkefnið Landvættinn, sem sífellt fleiri taki þátt í en þar sé 50 kílómetra skíðaganga og segja íslendinga iðulega ætla sér allt eða ekkert.Friðrika Hjördís Geirsdóttir, Rikka.Vísir/StefánFriðrika Hjördís Geirsóttir er ein þeirra sem eru að stíga sín fyrstu skref á gönguskíðum. „Ég hef ekki verið áður á gönguskíðum en ætla að taka Landvættinn í ár, svo ég er komin á fullt,“ útskýrir hún og segir greinilegt að sífellt fleiri hafi áhuga á slíkum þrekraunum hér á landi. „Ég fann að nú var rétti tíminn í mínu lífi, en ég æfi með skemmtilegu fólki sem ætlar sér allt að fara í Landvættinn, en við vorum upphaflega saman í hjólahóp og fjallgönguhóp og svo nú þetta. Ég held að fólk sé alltaf að leita að nýjum leiðum til að hreyfa sig og að áskorunum.“ Til að hljóta titilinn Landvætturinn verður viðkomandi að ljúka tilteknum raunum í öllum landshlutum á innan við tólf mánuðum.
Mest lesið „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Erlent Fleiri fréttir Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Sjá meira