Stjórnarslit ef ekki næst sátt um auðlindaákvæði 3. mars 2007 08:45 „Við verðum að ná samkomulagi um þetta í ríkisstjórninni á næstunni og ef það tekst ekki er augljóslega komin gjá á milli flokkanna því við erum ákveðin í að láta reyna á þetta mál,“ segir Jón Sigurðsson, formaður Framsóknarflokksins. Siv Friðleifsdóttir heilbrigðisráðherra sagði á flokksþingi framsóknarmanna í gær að ríkisstjórnin geti átt erfitt með að lifa af ef ekki næst samkomulag um að binda auðlindaákvæði í stjórnarskrá. Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar segir að binda beri í stjórnarskrá sameign þjóðarinnar á auðlindum sjávar. Framsóknarmenn leggja þunga áherslu á að við það verði staðið og það undirstrikaði Jón í yfirlitsræðu sinni á flokksþinginu í gær. Jón samsinnir Siv um að bregðist það verði stjórnarslit. Minnihlutastjórn verði þá að brúa bilið fram til alþingiskosninganna í maí eða að mynduð verði starfsstjórn. „Við höfum verið í umræðum um þetta innan ríkisstjórnarinnar, og einnig ég og forsætisráðherra, og honum er vel kunnugt um okkar afstöðu.“ segir Jón. „Tíminn er naumur og við þurfum að hafa hraðar hendur í þessu máli. En eins og menn heyra þá er hugur okkar mjög einarður í þessu máli.“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokksins segir óviðeigandi að ráðherrar setji fram málefni í hótunarstíl. „Sérstaklega finnst mér óviðeigandi að nota stjórnarskrána til að hífa sig upp um eitt, tvö eða þrjú prósentustig í skoðanakönnunum eða kosningum. Stjórnarskráin er mikilvægara plagg en það.“ Þorgerður segir að í stjórnarsáttmálanum sé ekki klárt orðalag varðandi auðlindirnar. „Stjórnarskrárnefnd, sem hefur lengi verið starfandi undir forystu framsóknarmanns, hefur örugglega gert ágæta hluti. En hún hefur ekki náð endanlegri niðurstöðu um þetta ákvæði. Við höfum gert það sem við höfum viljað og getað gert, einmitt með það í huga að uppfylla skilyrði stjórnarsáttmálans. Stjórnarsamstarfið fram til þessa hefur verið farsælt og gott. Ég hef enga trú á öðru en að formenn flokkanna muni leysa þetta mál. Stjórnarsáttmálinn stendur og svo einfalt er það.“ Mest lesið Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Fleiri fréttir Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Sjá meira
„Við verðum að ná samkomulagi um þetta í ríkisstjórninni á næstunni og ef það tekst ekki er augljóslega komin gjá á milli flokkanna því við erum ákveðin í að láta reyna á þetta mál,“ segir Jón Sigurðsson, formaður Framsóknarflokksins. Siv Friðleifsdóttir heilbrigðisráðherra sagði á flokksþingi framsóknarmanna í gær að ríkisstjórnin geti átt erfitt með að lifa af ef ekki næst samkomulag um að binda auðlindaákvæði í stjórnarskrá. Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar segir að binda beri í stjórnarskrá sameign þjóðarinnar á auðlindum sjávar. Framsóknarmenn leggja þunga áherslu á að við það verði staðið og það undirstrikaði Jón í yfirlitsræðu sinni á flokksþinginu í gær. Jón samsinnir Siv um að bregðist það verði stjórnarslit. Minnihlutastjórn verði þá að brúa bilið fram til alþingiskosninganna í maí eða að mynduð verði starfsstjórn. „Við höfum verið í umræðum um þetta innan ríkisstjórnarinnar, og einnig ég og forsætisráðherra, og honum er vel kunnugt um okkar afstöðu.“ segir Jón. „Tíminn er naumur og við þurfum að hafa hraðar hendur í þessu máli. En eins og menn heyra þá er hugur okkar mjög einarður í þessu máli.“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokksins segir óviðeigandi að ráðherrar setji fram málefni í hótunarstíl. „Sérstaklega finnst mér óviðeigandi að nota stjórnarskrána til að hífa sig upp um eitt, tvö eða þrjú prósentustig í skoðanakönnunum eða kosningum. Stjórnarskráin er mikilvægara plagg en það.“ Þorgerður segir að í stjórnarsáttmálanum sé ekki klárt orðalag varðandi auðlindirnar. „Stjórnarskrárnefnd, sem hefur lengi verið starfandi undir forystu framsóknarmanns, hefur örugglega gert ágæta hluti. En hún hefur ekki náð endanlegri niðurstöðu um þetta ákvæði. Við höfum gert það sem við höfum viljað og getað gert, einmitt með það í huga að uppfylla skilyrði stjórnarsáttmálans. Stjórnarsamstarfið fram til þessa hefur verið farsælt og gott. Ég hef enga trú á öðru en að formenn flokkanna muni leysa þetta mál. Stjórnarsáttmálinn stendur og svo einfalt er það.“
Mest lesið Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Fleiri fréttir Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Sjá meira