Fótbolti

Birkir og félagar komust áfram | Úrslit annarra leikja

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Birkir Bjarnason í leik með Standard Liege.
Birkir Bjarnason í leik með Standard Liege. Nordic Photos / AFP
Birkir Bjarnason lék allan leikinn fyrir belgíska liðið Standard Liege er það gerði markalaust jafntefli við Wisla Kraká frá Póllandi á heimavelli í kvöld.

Úrslitin dugðu Birkir og félögum til að komast áfram en liðin gerðu 1-1 jafntefli í Póllandi í fyrri leiknum. Standard komst því áfram á útivallarmarkinu og mætir næst þýska liðinu Hannover 96.

Sjö leikjum er nú nýlokið í 32-liða úrslitum Evrópudeildarinnar og má sjá úrslit þeirra hér fyrir neðan. Átta leikir hefjast klukkan 20.05 og ræðst að þeim loknum hvaða sextán lið komast áfram í næstu umferð.

Úrslitin:

Athletic Bilbao - Lokomotiw Moskva 1-0 (2-2, Athletic áfram á útivallarmarki)

Valencia - Stoke 1-0 (2-0)

Twente - Steaua Búkarest 1-0 (2-0)

Standard Liege - Wisla Krakow 0-0 (1-1, Standard áfram á útivallarmarki)

PAOK Thessaloniki - Udinese 0-3 (0-3)

PSV Eindhoven - Trabzonspor 4-1 (6-2)

Club Brugge - Hannover 0-1 (1-4)


Tengdar fréttir

Valencia sló Stoke úr leik

Valencia er komið áfram í 16-liða úrslit Evrópudeildar UEFA eftir 1-0 sigur á Stoke á Spáni í kvöld. Fyrri leiknum lauk einnig með 1-0 sigri Spánverjanna.

United tapaði en komst áfram

Manchester United komst áfram í 16-liða úrslit Evrópudeildar UEFA þrátt fyrir að hafa tapað fyrir Ajax á heimavelli í síðari leik liðanna í 32-liða úrslitum í kvöld, 2-1.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×