Innlent

Mikið um að foreldrar verði sér til skammar á áhorfendapöllum

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
Díana Guðjónsdóttir, þjálfari hjá Víkingi segist vart muna eftir leik þar sem allir haga sér sómasamlega.
Díana Guðjónsdóttir, þjálfari hjá Víkingi segist vart muna eftir leik þar sem allir haga sér sómasamlega.
Díana Guðjónsdóttir, þjálfari hjá Víkingi, segir það vera að færast í aukana að fólk á áhorfendabekkjum hagi sér illa eða verði sér til skammar á leikjum. Hún segist vart muna eftir leik þar sem fúkyrðum var ekki hreytt í dómara eða leikmenn. Nauðsynlegt sé að eitthvað verði að gert.

„Við sjáum ýmislegt. Ég varð til dæmis vitni af því á leik sem ég var að horfa á að það var kallað til dómarana „eruð þið fávitar?“ Ég bara hvað er í gangi. Það er orðið sjaldan sem ég fer á leiki þar sem áhorfendur bara virkilega hvetja sitt lið,“ segir Díana í Bítinu á Bylgjunni.

Hún segir dæmi um að vísa hafi þurft foreldrum úr húsi. „Það er auðvitað leiðinlegt en við sjáum það sem betur fer sjaldan.“

Þá segir Díana að oftast sé um unga leikmenn að ræða sem séu að gera sitt besta, og leggur til að foreldrar sæki sérstök dómaranámskeið.

„Það þarf eitthvað að fara að gerast. Það er alveg á tæru. Ég á tvær litlar stelpur en ég nenni ekki að fara með þær á leiki. Þær spyrja stundum af hverju fólk sé að segja svona. Við erum misjöfn og auðvitað höldum með okkar liði, og ég hef látið ýmislegt út úr mér á hliðarlínunni, en eftir að ég varð fertug hef ég aðeins þroskast í þessu.“

Viðtalið við Díönu má heyra í heild í spilaranum hér fyrir neðan.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×