Baugsmálið slær í gegn á Íslandi Þorbjörn Þórðarson skrifar 3. júní 2011 19:39 Bók Björns Bjarnasonar um Baugsmálið er söluhæsta bókin á Íslandi samkvæmt lista Eymundsson. Björn segist ekki vera hlutlaus greinandi í ljósi stöðu sinnar en segist ekki halda neinum skoðunum að lesandanum. En hvers vegna skrifaði hann bókina? „Ég skrifaði bókina til að ná öllum þessum þráðum saman. Stjórnmálunum, viðskiptunum, fjölmiðlunum og réttarhöldunum. Svo það væri til heildaryfirlit yfir þetta mál," segir Björn. Rithöfundar hafa sumir hverjir hefðir eða venjur við skrifin. Sumir hlaupa, eða gera sömu hluti á hverjum degi áður en þeir sitjast við skriftir. Hefur þú eitthvað „ritúal" við skrifin? „Ég syndi nú á hverjum degi, en það er ekki endilega tengt ritstörfunum. En ég reyni að sinna ritstörfum á hverjum degi, hvort sem það eru dagbókarskrif eða önnur skrif. Auðvitað hef ég haldið mér í þjálfun á stjórnmálaárunum. Ég hef haldið úti minni vefsíðu." Björn hefur skrifað um Baug og Baugsmálið árum saman á vefsíðuna sína, bjorn.is en hann gagnrýndi ítrekað eigendur fyrirtækisins opinberlega meðan hann starfaði í stjórnmálum. Opinberar deilur settu mark sitt bæði Björn og aðstandendur Baugs en einn hluthafa Baugs, Jóhannes Jónsson, birti heilsíðuauglýsingu í dagblaði þar sem hann hvatti stuðningsmenn Sjálfstæðisflokksins til að sniðganga Björn í prófkjöri. Þetta gerðist á nákvæmlega sama tíma og helsti keppinautur Björns í prófkjörinu, Guðlaugur Þór Þórðarson, hafði þegið styrki, m.a frá Baugi. Lítur ekki á sig sem hlautlausan greinanda Líturðu á þig sem hlutlausan greinanda í ljósi þess sem þú hefur áður skrifað um málið? „Ég er náttúrulega ekki hlutlaus greinandi þegar litið er á mína stöðu. En ég reyndi að skrifa þessa bók þannig að ég væri ekki að halda einverri skoðunum að lesandanum heldur leyfi lesandanum að draga sínar ályktanir. Það held ég að sé megin gildi þessarar bókar að fá allt þetta stóra mál á einn stað." Núna ertu í viðtali hjá mér á stöð sem þú hefur alltaf kallað Baugsmiðil. Hvernig líður þér með það? „Ég hef alltaf verið á Baugsmiðlunum í öll þessi ár. Þannig að mér líður ekkert illa með það. Spurningin er, hvernig líður þeim sem störfuðu á Baugsmiðlunum og það er náttúrulega fjallað um það í bókinni," segir Björn, en mikill hluti bókarinnar varpar ákveðnu ljósi á fjölmiðla árin fyrir hrun. Björn segir að margt hafi breyst og önnur viðhorf séu nú ríkjandi. Nú er Baugur gjaldþrota fyrirtæki, er ekki kominn tími á að hætta að tala um Baugsmiðla? „Mér finnst nú að þetta hafi fest við miðlana og það sé þannig að mönnum sé ekkert lengur jafn illa við það eins og áður að talað sé um þá sem slíka," segir Björn. thorbjorn@stod2.is Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Innlent Fleiri fréttir Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Sjá meira
Bók Björns Bjarnasonar um Baugsmálið er söluhæsta bókin á Íslandi samkvæmt lista Eymundsson. Björn segist ekki vera hlutlaus greinandi í ljósi stöðu sinnar en segist ekki halda neinum skoðunum að lesandanum. En hvers vegna skrifaði hann bókina? „Ég skrifaði bókina til að ná öllum þessum þráðum saman. Stjórnmálunum, viðskiptunum, fjölmiðlunum og réttarhöldunum. Svo það væri til heildaryfirlit yfir þetta mál," segir Björn. Rithöfundar hafa sumir hverjir hefðir eða venjur við skrifin. Sumir hlaupa, eða gera sömu hluti á hverjum degi áður en þeir sitjast við skriftir. Hefur þú eitthvað „ritúal" við skrifin? „Ég syndi nú á hverjum degi, en það er ekki endilega tengt ritstörfunum. En ég reyni að sinna ritstörfum á hverjum degi, hvort sem það eru dagbókarskrif eða önnur skrif. Auðvitað hef ég haldið mér í þjálfun á stjórnmálaárunum. Ég hef haldið úti minni vefsíðu." Björn hefur skrifað um Baug og Baugsmálið árum saman á vefsíðuna sína, bjorn.is en hann gagnrýndi ítrekað eigendur fyrirtækisins opinberlega meðan hann starfaði í stjórnmálum. Opinberar deilur settu mark sitt bæði Björn og aðstandendur Baugs en einn hluthafa Baugs, Jóhannes Jónsson, birti heilsíðuauglýsingu í dagblaði þar sem hann hvatti stuðningsmenn Sjálfstæðisflokksins til að sniðganga Björn í prófkjöri. Þetta gerðist á nákvæmlega sama tíma og helsti keppinautur Björns í prófkjörinu, Guðlaugur Þór Þórðarson, hafði þegið styrki, m.a frá Baugi. Lítur ekki á sig sem hlautlausan greinanda Líturðu á þig sem hlutlausan greinanda í ljósi þess sem þú hefur áður skrifað um málið? „Ég er náttúrulega ekki hlutlaus greinandi þegar litið er á mína stöðu. En ég reyndi að skrifa þessa bók þannig að ég væri ekki að halda einverri skoðunum að lesandanum heldur leyfi lesandanum að draga sínar ályktanir. Það held ég að sé megin gildi þessarar bókar að fá allt þetta stóra mál á einn stað." Núna ertu í viðtali hjá mér á stöð sem þú hefur alltaf kallað Baugsmiðil. Hvernig líður þér með það? „Ég hef alltaf verið á Baugsmiðlunum í öll þessi ár. Þannig að mér líður ekkert illa með það. Spurningin er, hvernig líður þeim sem störfuðu á Baugsmiðlunum og það er náttúrulega fjallað um það í bókinni," segir Björn, en mikill hluti bókarinnar varpar ákveðnu ljósi á fjölmiðla árin fyrir hrun. Björn segir að margt hafi breyst og önnur viðhorf séu nú ríkjandi. Nú er Baugur gjaldþrota fyrirtæki, er ekki kominn tími á að hætta að tala um Baugsmiðla? „Mér finnst nú að þetta hafi fest við miðlana og það sé þannig að mönnum sé ekkert lengur jafn illa við það eins og áður að talað sé um þá sem slíka," segir Björn. thorbjorn@stod2.is
Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Innlent Fleiri fréttir Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Sjá meira