„Alveg ljóst að félagsmenn eru mjög ósáttir við þetta og samstaðan er mjög mikil“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir og Birgir Olgeirsson skrifa 12. maí 2020 09:44 Guðlaug Líney Jóhannsdóttir, starfandi formaður FFÍ. Vísir/Arnar Um miðjan apríl lagði Flugfreyjufélag Íslands (FFÍ) fram tilboð til Icelandair um langtímasamning sem, að því er segir í tilkynningu frá félaginu, fól í sér verulegar tilslakanir, aukinn sveigjanleika og lengri vinnutíma. „Slíkar tilslakanir komu verulega til móts við kröfur um fyrirsjáanleika og hefðu haft umtalsverðar kostnaðarlækkanir í för með sér fyrir flugfélagið en að sama skapi kjaraskerðingu fyrir félagsmenn. Icelandair hafnaði þessu tilboði og hefur krafist tugprósenta launalækkana og skerðingar á réttindum flugfreyja/-þjóna til frambúðar,“ segir í tilkynningu Flugfreyjufélagsins sem send var fjölmiðlum á tíunda tímanum nú í morgun. Tilkynninguna má sjá í heild neðst í fréttinni. Flugfreyjufélagið mun kynna tilboð Icelandair sem lagt var fram á samningafundi 10. maí fyrir félagsmönnum á rafrænum fundi í hádeginu í dag. Samninganefnd félagsins hefur hafnað tilboðinu en fyrirtækið óskaði eftir því að það yrði lagt fyrir félagsmenn. Aðspurð hvernig hún telji að félagsmenn muni taka tilboðinu segir Guðlaug Líney Jóhannsdóttir, starfandi formaður FFÍ, að þeir séu ósáttir. „Við sendum tilboð sem Icelandair setti á borðið 10. maí til allra félagsmanna okkar ásamt skýringum sem við höfum unnið. Þetta var sent í gærkvöldi. Það er alveg ljóst að félagsmenn eru mjög ósáttir við þetta og samstaðan er mjög mikil þannig að ég hef fulla trú að við stöndum fyrir þá afstöðu sem félagsmenn okkar eru með og neitum þessu tilboði,“ segir Guðlaug í samtali við fréttastofu. Hún segist nokkuð viss um að flugfreyjur Icelandair séu til í að leggjast á eitt við að hjálpa fyrirtækinu í gegnum óvissutíma. „Það er ekki spurning að hópurinn myndi gera það en að skerða laun til langs tíma, til frambúðar, er eitthvað sem kemur ekki til greina.“ Ekki hægt að sætta sig við að það eigi að ná samkeppnishæfni með því að lækka laun Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, hefur sagt í viðtölum í fjölmiðlum að fjölmörg tækifæri blasi við eftir kórónuveirufaraldurinn en á sama tíma fer fyrirtækið fram á töluverða kjaraskerðingu hjá þeim flugstéttum sem starfa hjá félaginu. Spurð út í þetta og hvort henni þyki þetta mótsagnakennt segir Guðlaug: „Við erum alveg sammála því að það eru fullt af tækifærum fyrir Icelandair í kjölfar þessa heimsfaraldurs og þar kemur góða starfsfólkið honum svo sannarlega til aðstoðar með að leggjast á eitt og gera allt sem Icelandair stendur fyrir. Við stöndum saman og við erum þekkt fyrir afskaplega góða framkomu og góð vinnubrögð. Það að ætla sér að ná samkeppnishæfni út á það að lækka laun starfsmanna það er eitthvað sem við sem þjóðfélag á Íslandi eigum ekki að sætta sig við.“ „Starf flugfreyja/-þjóna er ekki hálaunastarf“ Tilkynningu Flugfreyjufélagsins frá í morgun má sjá í heild hér fyrir neðan: Frá því kórónuveiran lamaði allt flug í mars hefur Flugfreyjufélag Íslands leitað allra leiða til að koma til móts við Icelandair til að hjálpa fyrirtækinu í vandræðum þess. Flugfreyjur/-þjónar hafa verið án kjarasamnings í eitt og hálft ár, og því ekki notið neinna kjarabóta ólíkt flestum á vinnumarkaði, en engu að síður hefur Flugfreyjufélagið boðið Icelandair tilslakanir á kjarasamningi félagsmanna meðan mestu erfiðleikarnir ganga yfir. Þegar um miðjan apríl lagði Flugfreyjufélagið fram tilboð til Icelandair um langtímasamning sem fól í sér verulegar tilslakanir, aukinn sveigjanleika og lengri vinnutíma. Slíkar tilslakanir komu verulega til móts við kröfur um fyrirsjáanleika og hefðu haft umtalsverðar kostnaðarlækkanir í för með sér fyrir flugfélagið en að sama skapi kjaraskerðingu fyrir félagsmenn. Icelandair hafnaði þessu tilboði og hefur krafist tugprósenta launalækkana og skerðingar á réttindum flugfreyja/-þjóna til frambúðar. Starf flugfreyja/-þjóna er ekki hálaunastarf. Meðallaun félagsmanna með áratuga starfsreynslu eru talsvert undir meðallaunum í landinu. Icelandair stillir nú stéttarfélögum upp við vegg og reynir að gera þau ábyrg fyrir stöðunni og þeirri áskorun að skapa fyrirtækinu rekstrargrundvöll til framtíðar með því að umturna gildandi kjarasamningi og samþykkja mikla kjaraskerðingu til framtíðar. Flugfreyjufélagið hefur ekki verið tilbúið að fórna á einu bretti grundvallarréttindum í kjarasamningi, sem tekið hefur áratugi að berjast fyrir, vegna þeirrar tímabundnu stöðu sem uppi er. Þekkt er að á krepputímum sé vegið að kjörum og réttindum vinnandi fólks. Gegn slíku mun Flugfreyjufélag Íslands standa. Fréttin hefur verið uppfærð. Vinnumarkaður Fréttir af flugi Icelandair Kjaramál Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Innlent Fleiri fréttir RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Sjá meira
Um miðjan apríl lagði Flugfreyjufélag Íslands (FFÍ) fram tilboð til Icelandair um langtímasamning sem, að því er segir í tilkynningu frá félaginu, fól í sér verulegar tilslakanir, aukinn sveigjanleika og lengri vinnutíma. „Slíkar tilslakanir komu verulega til móts við kröfur um fyrirsjáanleika og hefðu haft umtalsverðar kostnaðarlækkanir í för með sér fyrir flugfélagið en að sama skapi kjaraskerðingu fyrir félagsmenn. Icelandair hafnaði þessu tilboði og hefur krafist tugprósenta launalækkana og skerðingar á réttindum flugfreyja/-þjóna til frambúðar,“ segir í tilkynningu Flugfreyjufélagsins sem send var fjölmiðlum á tíunda tímanum nú í morgun. Tilkynninguna má sjá í heild neðst í fréttinni. Flugfreyjufélagið mun kynna tilboð Icelandair sem lagt var fram á samningafundi 10. maí fyrir félagsmönnum á rafrænum fundi í hádeginu í dag. Samninganefnd félagsins hefur hafnað tilboðinu en fyrirtækið óskaði eftir því að það yrði lagt fyrir félagsmenn. Aðspurð hvernig hún telji að félagsmenn muni taka tilboðinu segir Guðlaug Líney Jóhannsdóttir, starfandi formaður FFÍ, að þeir séu ósáttir. „Við sendum tilboð sem Icelandair setti á borðið 10. maí til allra félagsmanna okkar ásamt skýringum sem við höfum unnið. Þetta var sent í gærkvöldi. Það er alveg ljóst að félagsmenn eru mjög ósáttir við þetta og samstaðan er mjög mikil þannig að ég hef fulla trú að við stöndum fyrir þá afstöðu sem félagsmenn okkar eru með og neitum þessu tilboði,“ segir Guðlaug í samtali við fréttastofu. Hún segist nokkuð viss um að flugfreyjur Icelandair séu til í að leggjast á eitt við að hjálpa fyrirtækinu í gegnum óvissutíma. „Það er ekki spurning að hópurinn myndi gera það en að skerða laun til langs tíma, til frambúðar, er eitthvað sem kemur ekki til greina.“ Ekki hægt að sætta sig við að það eigi að ná samkeppnishæfni með því að lækka laun Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, hefur sagt í viðtölum í fjölmiðlum að fjölmörg tækifæri blasi við eftir kórónuveirufaraldurinn en á sama tíma fer fyrirtækið fram á töluverða kjaraskerðingu hjá þeim flugstéttum sem starfa hjá félaginu. Spurð út í þetta og hvort henni þyki þetta mótsagnakennt segir Guðlaug: „Við erum alveg sammála því að það eru fullt af tækifærum fyrir Icelandair í kjölfar þessa heimsfaraldurs og þar kemur góða starfsfólkið honum svo sannarlega til aðstoðar með að leggjast á eitt og gera allt sem Icelandair stendur fyrir. Við stöndum saman og við erum þekkt fyrir afskaplega góða framkomu og góð vinnubrögð. Það að ætla sér að ná samkeppnishæfni út á það að lækka laun starfsmanna það er eitthvað sem við sem þjóðfélag á Íslandi eigum ekki að sætta sig við.“ „Starf flugfreyja/-þjóna er ekki hálaunastarf“ Tilkynningu Flugfreyjufélagsins frá í morgun má sjá í heild hér fyrir neðan: Frá því kórónuveiran lamaði allt flug í mars hefur Flugfreyjufélag Íslands leitað allra leiða til að koma til móts við Icelandair til að hjálpa fyrirtækinu í vandræðum þess. Flugfreyjur/-þjónar hafa verið án kjarasamnings í eitt og hálft ár, og því ekki notið neinna kjarabóta ólíkt flestum á vinnumarkaði, en engu að síður hefur Flugfreyjufélagið boðið Icelandair tilslakanir á kjarasamningi félagsmanna meðan mestu erfiðleikarnir ganga yfir. Þegar um miðjan apríl lagði Flugfreyjufélagið fram tilboð til Icelandair um langtímasamning sem fól í sér verulegar tilslakanir, aukinn sveigjanleika og lengri vinnutíma. Slíkar tilslakanir komu verulega til móts við kröfur um fyrirsjáanleika og hefðu haft umtalsverðar kostnaðarlækkanir í för með sér fyrir flugfélagið en að sama skapi kjaraskerðingu fyrir félagsmenn. Icelandair hafnaði þessu tilboði og hefur krafist tugprósenta launalækkana og skerðingar á réttindum flugfreyja/-þjóna til frambúðar. Starf flugfreyja/-þjóna er ekki hálaunastarf. Meðallaun félagsmanna með áratuga starfsreynslu eru talsvert undir meðallaunum í landinu. Icelandair stillir nú stéttarfélögum upp við vegg og reynir að gera þau ábyrg fyrir stöðunni og þeirri áskorun að skapa fyrirtækinu rekstrargrundvöll til framtíðar með því að umturna gildandi kjarasamningi og samþykkja mikla kjaraskerðingu til framtíðar. Flugfreyjufélagið hefur ekki verið tilbúið að fórna á einu bretti grundvallarréttindum í kjarasamningi, sem tekið hefur áratugi að berjast fyrir, vegna þeirrar tímabundnu stöðu sem uppi er. Þekkt er að á krepputímum sé vegið að kjörum og réttindum vinnandi fólks. Gegn slíku mun Flugfreyjufélag Íslands standa. Fréttin hefur verið uppfærð.
Vinnumarkaður Fréttir af flugi Icelandair Kjaramál Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Innlent Fleiri fréttir RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Sjá meira