Erlent

Greta sakaði leiðtoga um aðgerðarleysi

Samúel Karl Ólason skrifar
Greta Thunberg í Davos.
Greta Thunberg í Davos. AP/Markus Schreiber

Sænski loftslagsaðgerðasinninn Greta Thunberg ávarpaði gesti á fundi Alþjóðaefnahagsráðsins í Davos í Sviss í morgun og gagnrýndi hún leiðtoga fyrir aðgerðarleysi. Skammaði hún þá fyrir að hafa gert lítið sem ekki neitt til að sporna gegn loftslagsbreytingum af mannavöldum, þrátt fyrir mikla vitundarvakningu. Sagði hún ríkjandi viðhorf virðast vera á þá leið að það væri komandi kynslóða að bregðast við vandanum og einhvern veginn sjúga milljarða tonna af koltvísýringi úr andrúmsloftinu.

Greta sagði ómögulegt að takmarka hækkun meðalhita við eina og hálfa gráðu á þessari öld, miðað við útblástur koltvísýrings. Nauðsynlegt væri að skerða hann hið snarasta.

Sjá einnig: Grípa þarf til aðgerða strax

Hvatti hún fólk til að hlusta á vísindamenn og að tekið yrði á vandanum sem krísunni sem hann er.

Sjálfbærni og loftslagsbreytingar munu setja sitt mark á fundarhöldin í Davos þetta árið. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sem segist ekki trúa á loftslagsbreytingar og telur þær vera gabb kínverja sem ætlað sé að grafa undan samkeppnisgrunni Bandaríkjanna, mun flytja ræðu í Davos seinna í dag.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.