Vigdís: "Ekki halda þessu áfram með þessum hætti“ Þorbjörn Þórðarson skrifar 15. ágúst 2013 20:12 Forsætisráðherra tjáir sig ekki um ummæli Vigdísar Hauksdóttir, formanns fjárlaganefndar, um fréttastofu RÚV. Vigdís vísar því á bug að ummæli hennar skaði trúverðugleika hagræðingarhóps ríkisstjórnarinnar. Ummæli Vigdísar Hauksdóttur, formanns fjárlaganefndar, í Bítinu á Bylgjunni um málefni Ríkisútvarpsins og fréttastofu RÚV hafa vakið mikla athygli. Orðrétt sagði Vigdís í þættinum: „Ég er náttúrlega í þessum hagræðingarhópi. Það liggur allt undir. Mér finnst óeðlilega mikið fjármagn fara í rekstur RÚV, sérstaklega þegar þeir standa sig ekki betur en þetta í fréttaflutningi. (leturbr. blm.) Og ég er ekki að tala um mig persónulega heldur almennt hvernig þeir beita sér í almennum fréttaflutningi og eru hlynntir ákveðinni stefnu í landinu.“ Páll Magnússon útvarpsstjóri sagði í hádegisfréttum okkar að hann teldi að þessi ummæli hafi verið sett fram í fljótfærni. Spurningin sem blasir við er þessi: Mun vera Vigdísar Hauksdóttur í hagræðingarhópi ríkisstjórnarinnar og í fjárlaganefnd Alþingis skaða þá miklivægu fjárlaga- og hagræðingarvinnu sem er framundan í rekstri ríkissjóðs? Því hefur verið haldið fram að hún þurfi að víkja úr hagræðingarhópnum eftir þessa framgöngu. Vigdís segir sjálf að í ummælum sínum hafi ekki falist hótun um niðurskurð hjá Ríkisútvarpinu vegna fréttaflutnings sem henni er ekki þóknanlegur.Þessi ummæli þín, eru þau ekki til þess fallin að skaða trúverðugleika vinnu hagræðingarhópsins? „Ég tel svo alls ekki vera því ef að fólk hlustar á viðtalið allt þá kemur það fram á einum stað í viðtalinu að ég sé ekki að snúa þessu að mér persónulega heldur er þetta mín almenna skoðun,“ segir Vigdís.„Þetta samtal þróaðist með þessum hætti“Með því að segja að það þurfi að skera niður hjá Ríkisútvarpinu af því að fréttaflutningurinn er lélegur er það ekki eins og að segja að það þurfi að skera niður hjá Þjóðleikhúsinu af því síðasta frumsýning heppnaðist illa? „Ekki halda þessu áfram með þessum hætti. Ég er búinn að útskýra mál mitt. Þetta er bara þannig að það liggur allur ríkisreksturinn undir starfi þessarar nefndar. Það er samkvæmt okkar erindisbréfi. Þetta samtal þróaðist með þessum hætti í gær svo vitum við hvað gerðist í gærdag varðandi það sem fór inn á netið og annað. Þannig að það liggur allt undir."Þú heldur ekki að niðurskurður hjá RÚV verði gerður tortryggilegur úr þessu? „Nei, að sjálfsögðu ekki." Okkur lék forvitni á að vita hvort forsætisráðherra, samflokksmaður Vigdísar og formaður Framsóknarflokksins, væri sammála Vigdísi. Okkur var hins vegar sagt í forsætisráðuneytinu að ráðherrann myndi ekki tjá sig um ummælin í bili. Sjálf segir Vigdís að enginn í þingflokki Framsóknar hafi gert athugasemdir við ummæli hennar um RÚV. „Nei, enginn,“ segir hún. Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira
Forsætisráðherra tjáir sig ekki um ummæli Vigdísar Hauksdóttir, formanns fjárlaganefndar, um fréttastofu RÚV. Vigdís vísar því á bug að ummæli hennar skaði trúverðugleika hagræðingarhóps ríkisstjórnarinnar. Ummæli Vigdísar Hauksdóttur, formanns fjárlaganefndar, í Bítinu á Bylgjunni um málefni Ríkisútvarpsins og fréttastofu RÚV hafa vakið mikla athygli. Orðrétt sagði Vigdís í þættinum: „Ég er náttúrlega í þessum hagræðingarhópi. Það liggur allt undir. Mér finnst óeðlilega mikið fjármagn fara í rekstur RÚV, sérstaklega þegar þeir standa sig ekki betur en þetta í fréttaflutningi. (leturbr. blm.) Og ég er ekki að tala um mig persónulega heldur almennt hvernig þeir beita sér í almennum fréttaflutningi og eru hlynntir ákveðinni stefnu í landinu.“ Páll Magnússon útvarpsstjóri sagði í hádegisfréttum okkar að hann teldi að þessi ummæli hafi verið sett fram í fljótfærni. Spurningin sem blasir við er þessi: Mun vera Vigdísar Hauksdóttur í hagræðingarhópi ríkisstjórnarinnar og í fjárlaganefnd Alþingis skaða þá miklivægu fjárlaga- og hagræðingarvinnu sem er framundan í rekstri ríkissjóðs? Því hefur verið haldið fram að hún þurfi að víkja úr hagræðingarhópnum eftir þessa framgöngu. Vigdís segir sjálf að í ummælum sínum hafi ekki falist hótun um niðurskurð hjá Ríkisútvarpinu vegna fréttaflutnings sem henni er ekki þóknanlegur.Þessi ummæli þín, eru þau ekki til þess fallin að skaða trúverðugleika vinnu hagræðingarhópsins? „Ég tel svo alls ekki vera því ef að fólk hlustar á viðtalið allt þá kemur það fram á einum stað í viðtalinu að ég sé ekki að snúa þessu að mér persónulega heldur er þetta mín almenna skoðun,“ segir Vigdís.„Þetta samtal þróaðist með þessum hætti“Með því að segja að það þurfi að skera niður hjá Ríkisútvarpinu af því að fréttaflutningurinn er lélegur er það ekki eins og að segja að það þurfi að skera niður hjá Þjóðleikhúsinu af því síðasta frumsýning heppnaðist illa? „Ekki halda þessu áfram með þessum hætti. Ég er búinn að útskýra mál mitt. Þetta er bara þannig að það liggur allur ríkisreksturinn undir starfi þessarar nefndar. Það er samkvæmt okkar erindisbréfi. Þetta samtal þróaðist með þessum hætti í gær svo vitum við hvað gerðist í gærdag varðandi það sem fór inn á netið og annað. Þannig að það liggur allt undir."Þú heldur ekki að niðurskurður hjá RÚV verði gerður tortryggilegur úr þessu? „Nei, að sjálfsögðu ekki." Okkur lék forvitni á að vita hvort forsætisráðherra, samflokksmaður Vigdísar og formaður Framsóknarflokksins, væri sammála Vigdísi. Okkur var hins vegar sagt í forsætisráðuneytinu að ráðherrann myndi ekki tjá sig um ummælin í bili. Sjálf segir Vigdís að enginn í þingflokki Framsóknar hafi gert athugasemdir við ummæli hennar um RÚV. „Nei, enginn,“ segir hún.
Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira