Innlent

Flýta þingsetningunni á laugardaginn

Mynd/GVA
Setningu Alþingis á laugardag hefur verið flýtt til klukkan hálf tíu um morgunin, en þingsetning hefur jafnan verið klukkan hálf tvö eftir hádegi.

Þá mun lögreglan ekki standa heiðursvörð við þignsetninguna, eins og verið hefur, og segir Helgi Bernódusson skrifstofustjóri Alþingis í viðtali við Morgunblaðið að lögreglan líti svo á að hún þurfi fyrst og fremst að sinna öryggisgæslu.

Þótt þingheimur hafi auðvitað áhyggjur af að ekki verði farið með friði við þingsetninguna, sé þessi breytta tímasetning ekki gerð af ótta við óeirðir, segir Helgi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×