Svört skýrsla um milljónainnkaup lögreglunnar Jón Hákon Halldórsson skrifar 27. september 2011 11:13 Haraldur Johannessen er ríkislögreglustjóri. Löggæslustofnanir keyptu vörur af fjórum fyrirtækjum í eigu lögreglumanna eða náinna venslamanna þeirra fyrir samtals rúmlega 91 milljón króna á tímabilinu janúar 2008 til apríl á þessu ári. Í nær öllum tilvikum var um að ræða búnað vegna löggæslustarfa. Að mati Ríkisendurskoðunar fór hluti þessara viðskipta í bága við lög um opinber innkaup. Stofnunin brýnir fyrir löggæslustofnunum að virða ákvæði laganna. Í áliti Ríkisendurskoðunum segir að ríkisstofnunum beri að bjóða út öll kaup á vörum ef fjárhæðir viðskipta fara yfir tiltekin viðmiðunarmörk sem eru nú 6,2 milljónir króna. Ef fjárhæðir eru undir þessum mörkum beri að leita tilboða hjá sem flestum fyrirtækjum áður en kaup eru ákveðin.Keyptu fyrir milljónir af foreldrum og eiginkonu lögreglumanna Á fyrrnefndu tímabili keypti embætti ríkislögreglustjóra (RLS) nokkrum sinnum vörur af fyrirtækinu Landstjörnunni ehf. en það er í eigu foreldra manns sem starfaði sem lögreglumaður þegar meirihluti viðskiptanna fór fram. Ekki var aflað tilboða frá öðrum fyrirtækjum áður en kaupin voru gerð en fjárhæðir voru undir viðmiðunarmörkum útboðsskyldu. Einnig keypti RLS búnað af fyrirtækinu Trademark ehf., sem er í eigu eiginkonu lögreglumanns, fyrir 12,6 milljónir króna án þess að kaupin hefðu verið boðin út. RLS heldur því fram að ekki sé rétt að líta þessi viðskipti sem ein kaup heldur þrenn og að fjárhæðir hafi verið undir viðmiðunarmörkum útboðsskyldu í öllum tilvikum. Ríkisendurskoðun hafnar þessu. Lögregluskóli ríkisins keypti búnað af Trademark ehf. fyrir samtals 12,7 milljónir króna í desember 2010. Hvorki var efnt til útboðs áður en kaupin voru gerð né aflað tilboða frá fleiri fyrirtækjum. Samkvæmt lögreglulögum ber RLS að hafa umsjón með kaupum á ökutækjum, búnaði og fatnaði lögreglu. Í ábendingunni kemur fram að árið 2008 keyptu sjö löggæslustofnanir búnað af Landstjörnunni ehf. fyrir um 7 milljónir króna án þess að kaupin hefðu verið boðin út. Ríkisendurskoðun telur að RLS hefði átt að efna til útboðs vegna þessara viðskipta í samstarfi við Ríkiskaup.Innanríkisráðuneytisins að móta stefnu Að mati Ríkisendurskoðunar þarf innanríkisráðuneytið að tryggja að löggæslustofnanir hafi sameiginlegan skilning á umsjónarhlutverki RLS og að því sé sinnt. Að auki þarf ráðuneytið að segja til um hvort það samrýmist störfum lögreglumanna að eiga og/eða starfa hjá fyrirtækjum sem lögreglan á í viðskiptum við. Þá telur Ríkisendurskoðun að löggæslustofnanir þurfi að taka verklag sitt við útboð og verðfyrirspurnir til endurskoðunar. Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Fleiri fréttir „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Sjá meira
Löggæslustofnanir keyptu vörur af fjórum fyrirtækjum í eigu lögreglumanna eða náinna venslamanna þeirra fyrir samtals rúmlega 91 milljón króna á tímabilinu janúar 2008 til apríl á þessu ári. Í nær öllum tilvikum var um að ræða búnað vegna löggæslustarfa. Að mati Ríkisendurskoðunar fór hluti þessara viðskipta í bága við lög um opinber innkaup. Stofnunin brýnir fyrir löggæslustofnunum að virða ákvæði laganna. Í áliti Ríkisendurskoðunum segir að ríkisstofnunum beri að bjóða út öll kaup á vörum ef fjárhæðir viðskipta fara yfir tiltekin viðmiðunarmörk sem eru nú 6,2 milljónir króna. Ef fjárhæðir eru undir þessum mörkum beri að leita tilboða hjá sem flestum fyrirtækjum áður en kaup eru ákveðin.Keyptu fyrir milljónir af foreldrum og eiginkonu lögreglumanna Á fyrrnefndu tímabili keypti embætti ríkislögreglustjóra (RLS) nokkrum sinnum vörur af fyrirtækinu Landstjörnunni ehf. en það er í eigu foreldra manns sem starfaði sem lögreglumaður þegar meirihluti viðskiptanna fór fram. Ekki var aflað tilboða frá öðrum fyrirtækjum áður en kaupin voru gerð en fjárhæðir voru undir viðmiðunarmörkum útboðsskyldu. Einnig keypti RLS búnað af fyrirtækinu Trademark ehf., sem er í eigu eiginkonu lögreglumanns, fyrir 12,6 milljónir króna án þess að kaupin hefðu verið boðin út. RLS heldur því fram að ekki sé rétt að líta þessi viðskipti sem ein kaup heldur þrenn og að fjárhæðir hafi verið undir viðmiðunarmörkum útboðsskyldu í öllum tilvikum. Ríkisendurskoðun hafnar þessu. Lögregluskóli ríkisins keypti búnað af Trademark ehf. fyrir samtals 12,7 milljónir króna í desember 2010. Hvorki var efnt til útboðs áður en kaupin voru gerð né aflað tilboða frá fleiri fyrirtækjum. Samkvæmt lögreglulögum ber RLS að hafa umsjón með kaupum á ökutækjum, búnaði og fatnaði lögreglu. Í ábendingunni kemur fram að árið 2008 keyptu sjö löggæslustofnanir búnað af Landstjörnunni ehf. fyrir um 7 milljónir króna án þess að kaupin hefðu verið boðin út. Ríkisendurskoðun telur að RLS hefði átt að efna til útboðs vegna þessara viðskipta í samstarfi við Ríkiskaup.Innanríkisráðuneytisins að móta stefnu Að mati Ríkisendurskoðunar þarf innanríkisráðuneytið að tryggja að löggæslustofnanir hafi sameiginlegan skilning á umsjónarhlutverki RLS og að því sé sinnt. Að auki þarf ráðuneytið að segja til um hvort það samrýmist störfum lögreglumanna að eiga og/eða starfa hjá fyrirtækjum sem lögreglan á í viðskiptum við. Þá telur Ríkisendurskoðun að löggæslustofnanir þurfi að taka verklag sitt við útboð og verðfyrirspurnir til endurskoðunar.
Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Fleiri fréttir „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Sjá meira