Erlent

Reyndu að selja Harry Potter

Tveir menn voru handteknir eftir að þeir reyndu að selja blaðamanni breska dagblaðsins The Sun eintak af nýju bókinni um Harry Potter sem kemur ekki í verslanir fyrr en 16. júlí. Annar maðurinn vann í vörumiðstöð sem sér um dreifingu bókarinnar. Að sögn The Sun buðust mennirnir til að selja blaðinu eintak af bókinni sem þeir höfðu komist yfir. The Sun sendi blaðamann til að ræða við mennina en kallaði einnig á lögreglu. Sömu sögu er að segja af The Daily Mirror sem fékk sama tilboð og hafði líka samband við lögregluna.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×