Erlent

Blóðbaðsins í Peking minnst

Tugþúsundir manna komu saman í Hong Kong í dag til þess að minnast þess að sextán ár eru liðin frá blóðbaðinu á Torgi hins himneska friðar í Peking. Íbúum Hong Kong rennur blóðið til skyldunnar því þótt Kínverjar hafi tekið þar við völdum árið 1997 njóta þeir enn lýðræðis samkvæmt samningi sem Bretar gerðu við Kínverja áður en þeir létu nýlenduna af hendi. Þeir minnast því atburðanna á torginu af miklum tilfinningahita og vilja líklega einnig senda með þessu skilaboð til kínverskra stjórnvalda um að þeir vilji ekki gefa eftir frelsi sitt.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×