Viktor Örn náði þriðja sætinu í Frakklandi Benedikt Bóas Hinriksson skrifar 26. janúar 2017 07:00 Keppendur og aðstoðarmenn ásamt hluta Íslendinganna sem sátu á pöllunum og hvöttu Viktor áfram í fimm og hálfan klukkutíma. Mynd/Þráinn Freyr Vigfússon „Að sjálfsögðu tókum við víkingaklappið. Fyrst horfðu allir aðrir stuðningsmenn á okkur en tóku svo undir næst þegar við tókum það. Þetta var algjör snilld,“ segir Ólafur Helgi Kristjánsson, yfirkokkur á Hótel Sögu, en hann var einn af rúmlega 200 Íslendingum sem sátu í áhorfendastúkunni í Lyon þar sem Bocuse d'Or, heimsmeistarakeppni einstaklinga í matreiðslu, fór fram. Keppnin er ein virtasta matreiðslukeppni heims og eru þátttakendur ávallt meðal fremstu matreiðslumanna sinna landa. Viktor Örn Andrésson keppti fyrir Íslands hönd og hreppti þriðja sæti. Hann hefur hlotið fjölda viðurkenninga, bæði með kokkalandsliði Íslands og í einstaklingskeppni. Hann var kokkur ársins 2013 og matreiðslumaður Skandinavíu ári síðar. Í forkeppninni, sem haldin var í Búdapest í Ungverjalandi, fékk hann sérstök verðlaun fyrir fiskrétt .„Bocuse d'Or er svo sérstök matreiðslukeppni miðað við allar aðrar því þetta er meira eins og íþróttakappleikur. Á stuðningsmannapöllunum var fólk í stuði með trommur, söngva, lúðra og fána sinna landa. Það var ævintýraleg stemning, algjörlega klikkuð,“ segir Ólafur en hann var nánast raddlaus enda búinn að vera að hvetja í rúma fimm og hálfan tíma. Viktor Örn hafði þann tíma til að matreiða vegan grænmetisrétt og kjötrétt fyrir 24 dómara. Þjálfari Viktors var Sigurður Helgason, sem keppti í þessari keppni fyrir tveimur árum og naut hann aðstoðar Hinriks Lárussonar. Á meðan sungu Íslendingarnir og hvöttu hann áfram. Eina skiptið sem var þagnað var þegar víkingaklappið margfræga var tekið.„Allir þeir sem komu hingað voru á eigin vegum. Langflestir tengjast matreiðslu því að það er svo stór fimm daga sýning hérna um leið. Keppnin er haldin í tengslum við hana. Keppnin varð 30 ára í ár en Ísland sendi þátttakanda fyrst árið 1999. Það hefur gengið mjög vel hjá okkar kokkum og þeir hafa alltaf endað á meðal tíu efstu. Við höfum einu sinni fengið brons, það var árið 2001,“ segir hann. Töluverða athygli vöktu hjálmarnir sem Ólafur og félagar hans voru með en það eru trúlega einhverjir frægustu víkingahjálmar Íslandssögunnar. „Það var einn hérna sem bjargaði okkur um hjálmana úr kvikmyndinni Hrafninn flýgur. Við köllum okkur því frekar stuðningsmannasveitina Hrafnarnir en Tólfan,“ segir Ólafur hress og kátur en frekar raddlaus. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Bláa hafið heldur til Frakklands að nýju Tólfan, stuðningsmannasveit Íslands í knattspyrnu, kom sá og sigraði á EM í sumar. Nú, hálfu áru síðar, er önnur stuðningsmannasveit á leiðinni til Frakklands til að standa stuðningsmannavaktina í Bocuse d'Or keppninni. 14. janúar 2017 07:00 Mest lesið Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Skiluðu hagnaði á kosningaári Innlent Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
„Að sjálfsögðu tókum við víkingaklappið. Fyrst horfðu allir aðrir stuðningsmenn á okkur en tóku svo undir næst þegar við tókum það. Þetta var algjör snilld,“ segir Ólafur Helgi Kristjánsson, yfirkokkur á Hótel Sögu, en hann var einn af rúmlega 200 Íslendingum sem sátu í áhorfendastúkunni í Lyon þar sem Bocuse d'Or, heimsmeistarakeppni einstaklinga í matreiðslu, fór fram. Keppnin er ein virtasta matreiðslukeppni heims og eru þátttakendur ávallt meðal fremstu matreiðslumanna sinna landa. Viktor Örn Andrésson keppti fyrir Íslands hönd og hreppti þriðja sæti. Hann hefur hlotið fjölda viðurkenninga, bæði með kokkalandsliði Íslands og í einstaklingskeppni. Hann var kokkur ársins 2013 og matreiðslumaður Skandinavíu ári síðar. Í forkeppninni, sem haldin var í Búdapest í Ungverjalandi, fékk hann sérstök verðlaun fyrir fiskrétt .„Bocuse d'Or er svo sérstök matreiðslukeppni miðað við allar aðrar því þetta er meira eins og íþróttakappleikur. Á stuðningsmannapöllunum var fólk í stuði með trommur, söngva, lúðra og fána sinna landa. Það var ævintýraleg stemning, algjörlega klikkuð,“ segir Ólafur en hann var nánast raddlaus enda búinn að vera að hvetja í rúma fimm og hálfan tíma. Viktor Örn hafði þann tíma til að matreiða vegan grænmetisrétt og kjötrétt fyrir 24 dómara. Þjálfari Viktors var Sigurður Helgason, sem keppti í þessari keppni fyrir tveimur árum og naut hann aðstoðar Hinriks Lárussonar. Á meðan sungu Íslendingarnir og hvöttu hann áfram. Eina skiptið sem var þagnað var þegar víkingaklappið margfræga var tekið.„Allir þeir sem komu hingað voru á eigin vegum. Langflestir tengjast matreiðslu því að það er svo stór fimm daga sýning hérna um leið. Keppnin er haldin í tengslum við hana. Keppnin varð 30 ára í ár en Ísland sendi þátttakanda fyrst árið 1999. Það hefur gengið mjög vel hjá okkar kokkum og þeir hafa alltaf endað á meðal tíu efstu. Við höfum einu sinni fengið brons, það var árið 2001,“ segir hann. Töluverða athygli vöktu hjálmarnir sem Ólafur og félagar hans voru með en það eru trúlega einhverjir frægustu víkingahjálmar Íslandssögunnar. „Það var einn hérna sem bjargaði okkur um hjálmana úr kvikmyndinni Hrafninn flýgur. Við köllum okkur því frekar stuðningsmannasveitina Hrafnarnir en Tólfan,“ segir Ólafur hress og kátur en frekar raddlaus. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Bláa hafið heldur til Frakklands að nýju Tólfan, stuðningsmannasveit Íslands í knattspyrnu, kom sá og sigraði á EM í sumar. Nú, hálfu áru síðar, er önnur stuðningsmannasveit á leiðinni til Frakklands til að standa stuðningsmannavaktina í Bocuse d'Or keppninni. 14. janúar 2017 07:00 Mest lesið Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Skiluðu hagnaði á kosningaári Innlent Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
Bláa hafið heldur til Frakklands að nýju Tólfan, stuðningsmannasveit Íslands í knattspyrnu, kom sá og sigraði á EM í sumar. Nú, hálfu áru síðar, er önnur stuðningsmannasveit á leiðinni til Frakklands til að standa stuðningsmannavaktina í Bocuse d'Or keppninni. 14. janúar 2017 07:00