Þörf á frekari úrræðum fyrir fólk sem fær heilaskaða Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 1. febrúar 2017 21:42 Einstaklingar sem hljóta heilaskaða fá ekki aðstoð við að fóta sig í lífinu á ný að sögn Guðrúnar Hörpu Heimisdóttur sem hlaut heilaskaða í umferðaslysi árið 2012. Hún segir að það vanti alla langtímameðferð fyrir fólk sem fær heilaskaða en mörg hundruð manns hljóta slíkan skaða árlega á Íslandi. Guðrún Harpa var stödd fyrir utan bílaumboð Heklu að sækja bíl sem hún hafði nýverið keypt. Þá kom annar bíll akandi inn á planið á miklum hraða og ók á kyrrstæðan bíl sem lenti á Guðrúnu. Ökumaður bifreiðarinnar hafði fengið hjartaáfall. Guðrún barst með bílnum í gegnum rúðu inn í umboðið, skall þar í gólfið og bíllinn keyrði yfir fætur hennar og hlaut mikla áverka, meðal annars heilaskaða. Síðan hefur hún glímt við margskonar kvilla, persónuleikabreytingar meðal annars. Hún segir þörf á úrræðum fyrir fólk í hennar sporum, langtímaendurhæfingu fyrir fólk með heilaskaða.Engin heildstæð stefna Smári Pálsson, taugasálfræðingur og sérfræðingur hjá Virk, starfsendurhæfingasjóði segir að engin heildstæð stefna sé til um málefni fólks með heilaskaða. „Ef fólk lendir í slysi eða fær einhver áföll í heila þá yfirleitt er bráðferlið alveg ágætt á Íslandi, því er sinnt vel og lífum er bjargað. En svo vantar að bæta við lífsgæðin og greina hvort viðkomandi hafi fengið heilsaskaða eftir til dæmis slys. Og ef hann er greindur þá vantar endurhæfingu að miklu leyti,“ segir Smári. „Það er náttúrulega verið að sinna þessu eins og þau geta, greiningum á Grensás og Reykjarlundi, en þau ná ekki að sinna nema litlu broti af því sem þau þyrftu miðað við þann fjölda sem er að fá heilaskaða á hverju ári.“ Smári segist ekki vita um neinn sem hefur greinst með heilaskaða sem er sáttur við úrræðin sem eru í boði. Það séu líka margir sem hafi ekki hugmynd um að þeir hafi heilaskaða. „Það er skilningur í kerfinu fyrir líkamlega áverka og allt heilbrigðiskerfið er byggt í kringum líkamlega áverka en miklu minni gaumur gefinn af vitrænum skerðingum sem koma eftir heilaskaða.“Nánar var fjallað um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld og hægt er að sjá innslagið í heild sinni í spilaranum hér að ofan. Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Fleiri fréttir Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Sjá meira
Einstaklingar sem hljóta heilaskaða fá ekki aðstoð við að fóta sig í lífinu á ný að sögn Guðrúnar Hörpu Heimisdóttur sem hlaut heilaskaða í umferðaslysi árið 2012. Hún segir að það vanti alla langtímameðferð fyrir fólk sem fær heilaskaða en mörg hundruð manns hljóta slíkan skaða árlega á Íslandi. Guðrún Harpa var stödd fyrir utan bílaumboð Heklu að sækja bíl sem hún hafði nýverið keypt. Þá kom annar bíll akandi inn á planið á miklum hraða og ók á kyrrstæðan bíl sem lenti á Guðrúnu. Ökumaður bifreiðarinnar hafði fengið hjartaáfall. Guðrún barst með bílnum í gegnum rúðu inn í umboðið, skall þar í gólfið og bíllinn keyrði yfir fætur hennar og hlaut mikla áverka, meðal annars heilaskaða. Síðan hefur hún glímt við margskonar kvilla, persónuleikabreytingar meðal annars. Hún segir þörf á úrræðum fyrir fólk í hennar sporum, langtímaendurhæfingu fyrir fólk með heilaskaða.Engin heildstæð stefna Smári Pálsson, taugasálfræðingur og sérfræðingur hjá Virk, starfsendurhæfingasjóði segir að engin heildstæð stefna sé til um málefni fólks með heilaskaða. „Ef fólk lendir í slysi eða fær einhver áföll í heila þá yfirleitt er bráðferlið alveg ágætt á Íslandi, því er sinnt vel og lífum er bjargað. En svo vantar að bæta við lífsgæðin og greina hvort viðkomandi hafi fengið heilsaskaða eftir til dæmis slys. Og ef hann er greindur þá vantar endurhæfingu að miklu leyti,“ segir Smári. „Það er náttúrulega verið að sinna þessu eins og þau geta, greiningum á Grensás og Reykjarlundi, en þau ná ekki að sinna nema litlu broti af því sem þau þyrftu miðað við þann fjölda sem er að fá heilaskaða á hverju ári.“ Smári segist ekki vita um neinn sem hefur greinst með heilaskaða sem er sáttur við úrræðin sem eru í boði. Það séu líka margir sem hafi ekki hugmynd um að þeir hafi heilaskaða. „Það er skilningur í kerfinu fyrir líkamlega áverka og allt heilbrigðiskerfið er byggt í kringum líkamlega áverka en miklu minni gaumur gefinn af vitrænum skerðingum sem koma eftir heilaskaða.“Nánar var fjallað um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld og hægt er að sjá innslagið í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Fleiri fréttir Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Sjá meira