Þörf á frekari úrræðum fyrir fólk sem fær heilaskaða Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 1. febrúar 2017 21:42 Einstaklingar sem hljóta heilaskaða fá ekki aðstoð við að fóta sig í lífinu á ný að sögn Guðrúnar Hörpu Heimisdóttur sem hlaut heilaskaða í umferðaslysi árið 2012. Hún segir að það vanti alla langtímameðferð fyrir fólk sem fær heilaskaða en mörg hundruð manns hljóta slíkan skaða árlega á Íslandi. Guðrún Harpa var stödd fyrir utan bílaumboð Heklu að sækja bíl sem hún hafði nýverið keypt. Þá kom annar bíll akandi inn á planið á miklum hraða og ók á kyrrstæðan bíl sem lenti á Guðrúnu. Ökumaður bifreiðarinnar hafði fengið hjartaáfall. Guðrún barst með bílnum í gegnum rúðu inn í umboðið, skall þar í gólfið og bíllinn keyrði yfir fætur hennar og hlaut mikla áverka, meðal annars heilaskaða. Síðan hefur hún glímt við margskonar kvilla, persónuleikabreytingar meðal annars. Hún segir þörf á úrræðum fyrir fólk í hennar sporum, langtímaendurhæfingu fyrir fólk með heilaskaða.Engin heildstæð stefna Smári Pálsson, taugasálfræðingur og sérfræðingur hjá Virk, starfsendurhæfingasjóði segir að engin heildstæð stefna sé til um málefni fólks með heilaskaða. „Ef fólk lendir í slysi eða fær einhver áföll í heila þá yfirleitt er bráðferlið alveg ágætt á Íslandi, því er sinnt vel og lífum er bjargað. En svo vantar að bæta við lífsgæðin og greina hvort viðkomandi hafi fengið heilsaskaða eftir til dæmis slys. Og ef hann er greindur þá vantar endurhæfingu að miklu leyti,“ segir Smári. „Það er náttúrulega verið að sinna þessu eins og þau geta, greiningum á Grensás og Reykjarlundi, en þau ná ekki að sinna nema litlu broti af því sem þau þyrftu miðað við þann fjölda sem er að fá heilaskaða á hverju ári.“ Smári segist ekki vita um neinn sem hefur greinst með heilaskaða sem er sáttur við úrræðin sem eru í boði. Það séu líka margir sem hafi ekki hugmynd um að þeir hafi heilaskaða. „Það er skilningur í kerfinu fyrir líkamlega áverka og allt heilbrigðiskerfið er byggt í kringum líkamlega áverka en miklu minni gaumur gefinn af vitrænum skerðingum sem koma eftir heilaskaða.“Nánar var fjallað um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld og hægt er að sjá innslagið í heild sinni í spilaranum hér að ofan. Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Fleiri fréttir Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Sjá meira
Einstaklingar sem hljóta heilaskaða fá ekki aðstoð við að fóta sig í lífinu á ný að sögn Guðrúnar Hörpu Heimisdóttur sem hlaut heilaskaða í umferðaslysi árið 2012. Hún segir að það vanti alla langtímameðferð fyrir fólk sem fær heilaskaða en mörg hundruð manns hljóta slíkan skaða árlega á Íslandi. Guðrún Harpa var stödd fyrir utan bílaumboð Heklu að sækja bíl sem hún hafði nýverið keypt. Þá kom annar bíll akandi inn á planið á miklum hraða og ók á kyrrstæðan bíl sem lenti á Guðrúnu. Ökumaður bifreiðarinnar hafði fengið hjartaáfall. Guðrún barst með bílnum í gegnum rúðu inn í umboðið, skall þar í gólfið og bíllinn keyrði yfir fætur hennar og hlaut mikla áverka, meðal annars heilaskaða. Síðan hefur hún glímt við margskonar kvilla, persónuleikabreytingar meðal annars. Hún segir þörf á úrræðum fyrir fólk í hennar sporum, langtímaendurhæfingu fyrir fólk með heilaskaða.Engin heildstæð stefna Smári Pálsson, taugasálfræðingur og sérfræðingur hjá Virk, starfsendurhæfingasjóði segir að engin heildstæð stefna sé til um málefni fólks með heilaskaða. „Ef fólk lendir í slysi eða fær einhver áföll í heila þá yfirleitt er bráðferlið alveg ágætt á Íslandi, því er sinnt vel og lífum er bjargað. En svo vantar að bæta við lífsgæðin og greina hvort viðkomandi hafi fengið heilsaskaða eftir til dæmis slys. Og ef hann er greindur þá vantar endurhæfingu að miklu leyti,“ segir Smári. „Það er náttúrulega verið að sinna þessu eins og þau geta, greiningum á Grensás og Reykjarlundi, en þau ná ekki að sinna nema litlu broti af því sem þau þyrftu miðað við þann fjölda sem er að fá heilaskaða á hverju ári.“ Smári segist ekki vita um neinn sem hefur greinst með heilaskaða sem er sáttur við úrræðin sem eru í boði. Það séu líka margir sem hafi ekki hugmynd um að þeir hafi heilaskaða. „Það er skilningur í kerfinu fyrir líkamlega áverka og allt heilbrigðiskerfið er byggt í kringum líkamlega áverka en miklu minni gaumur gefinn af vitrænum skerðingum sem koma eftir heilaskaða.“Nánar var fjallað um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld og hægt er að sjá innslagið í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Fleiri fréttir Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Sjá meira
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði