Þörf á frekari úrræðum fyrir fólk sem fær heilaskaða Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 1. febrúar 2017 21:42 Einstaklingar sem hljóta heilaskaða fá ekki aðstoð við að fóta sig í lífinu á ný að sögn Guðrúnar Hörpu Heimisdóttur sem hlaut heilaskaða í umferðaslysi árið 2012. Hún segir að það vanti alla langtímameðferð fyrir fólk sem fær heilaskaða en mörg hundruð manns hljóta slíkan skaða árlega á Íslandi. Guðrún Harpa var stödd fyrir utan bílaumboð Heklu að sækja bíl sem hún hafði nýverið keypt. Þá kom annar bíll akandi inn á planið á miklum hraða og ók á kyrrstæðan bíl sem lenti á Guðrúnu. Ökumaður bifreiðarinnar hafði fengið hjartaáfall. Guðrún barst með bílnum í gegnum rúðu inn í umboðið, skall þar í gólfið og bíllinn keyrði yfir fætur hennar og hlaut mikla áverka, meðal annars heilaskaða. Síðan hefur hún glímt við margskonar kvilla, persónuleikabreytingar meðal annars. Hún segir þörf á úrræðum fyrir fólk í hennar sporum, langtímaendurhæfingu fyrir fólk með heilaskaða.Engin heildstæð stefna Smári Pálsson, taugasálfræðingur og sérfræðingur hjá Virk, starfsendurhæfingasjóði segir að engin heildstæð stefna sé til um málefni fólks með heilaskaða. „Ef fólk lendir í slysi eða fær einhver áföll í heila þá yfirleitt er bráðferlið alveg ágætt á Íslandi, því er sinnt vel og lífum er bjargað. En svo vantar að bæta við lífsgæðin og greina hvort viðkomandi hafi fengið heilsaskaða eftir til dæmis slys. Og ef hann er greindur þá vantar endurhæfingu að miklu leyti,“ segir Smári. „Það er náttúrulega verið að sinna þessu eins og þau geta, greiningum á Grensás og Reykjarlundi, en þau ná ekki að sinna nema litlu broti af því sem þau þyrftu miðað við þann fjölda sem er að fá heilaskaða á hverju ári.“ Smári segist ekki vita um neinn sem hefur greinst með heilaskaða sem er sáttur við úrræðin sem eru í boði. Það séu líka margir sem hafi ekki hugmynd um að þeir hafi heilaskaða. „Það er skilningur í kerfinu fyrir líkamlega áverka og allt heilbrigðiskerfið er byggt í kringum líkamlega áverka en miklu minni gaumur gefinn af vitrænum skerðingum sem koma eftir heilaskaða.“Nánar var fjallað um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld og hægt er að sjá innslagið í heild sinni í spilaranum hér að ofan. Mest lesið „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Innlent „Þetta var óvenjuleg ræða“ Innlent Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Innlent Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Verða bílveikari í rafbílum Innlent Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Erlent Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Erlent Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Innlent Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Erlent Holskefla í kortunum Innlent Fleiri fréttir Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum „Þetta var óvenjuleg ræða“ Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Sjá meira
Einstaklingar sem hljóta heilaskaða fá ekki aðstoð við að fóta sig í lífinu á ný að sögn Guðrúnar Hörpu Heimisdóttur sem hlaut heilaskaða í umferðaslysi árið 2012. Hún segir að það vanti alla langtímameðferð fyrir fólk sem fær heilaskaða en mörg hundruð manns hljóta slíkan skaða árlega á Íslandi. Guðrún Harpa var stödd fyrir utan bílaumboð Heklu að sækja bíl sem hún hafði nýverið keypt. Þá kom annar bíll akandi inn á planið á miklum hraða og ók á kyrrstæðan bíl sem lenti á Guðrúnu. Ökumaður bifreiðarinnar hafði fengið hjartaáfall. Guðrún barst með bílnum í gegnum rúðu inn í umboðið, skall þar í gólfið og bíllinn keyrði yfir fætur hennar og hlaut mikla áverka, meðal annars heilaskaða. Síðan hefur hún glímt við margskonar kvilla, persónuleikabreytingar meðal annars. Hún segir þörf á úrræðum fyrir fólk í hennar sporum, langtímaendurhæfingu fyrir fólk með heilaskaða.Engin heildstæð stefna Smári Pálsson, taugasálfræðingur og sérfræðingur hjá Virk, starfsendurhæfingasjóði segir að engin heildstæð stefna sé til um málefni fólks með heilaskaða. „Ef fólk lendir í slysi eða fær einhver áföll í heila þá yfirleitt er bráðferlið alveg ágætt á Íslandi, því er sinnt vel og lífum er bjargað. En svo vantar að bæta við lífsgæðin og greina hvort viðkomandi hafi fengið heilsaskaða eftir til dæmis slys. Og ef hann er greindur þá vantar endurhæfingu að miklu leyti,“ segir Smári. „Það er náttúrulega verið að sinna þessu eins og þau geta, greiningum á Grensás og Reykjarlundi, en þau ná ekki að sinna nema litlu broti af því sem þau þyrftu miðað við þann fjölda sem er að fá heilaskaða á hverju ári.“ Smári segist ekki vita um neinn sem hefur greinst með heilaskaða sem er sáttur við úrræðin sem eru í boði. Það séu líka margir sem hafi ekki hugmynd um að þeir hafi heilaskaða. „Það er skilningur í kerfinu fyrir líkamlega áverka og allt heilbrigðiskerfið er byggt í kringum líkamlega áverka en miklu minni gaumur gefinn af vitrænum skerðingum sem koma eftir heilaskaða.“Nánar var fjallað um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld og hægt er að sjá innslagið í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Mest lesið „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Innlent „Þetta var óvenjuleg ræða“ Innlent Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Innlent Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Verða bílveikari í rafbílum Innlent Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Erlent Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Erlent Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Innlent Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Erlent Holskefla í kortunum Innlent Fleiri fréttir Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum „Þetta var óvenjuleg ræða“ Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Sjá meira