Mér ofbýður Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar 3. apríl 2020 10:30 Það dylst engum að starfsemi langflestra ferðaþjónustufyrirtækja landsins er nú lömuð. Um er að ræða um það bil fjögur þúsund fyrirtæki. Langflest lítil, nokkur meðalstór og örfá stór. Þessi fyrirtæki eru nú í þeirri stöðu að tekjuinnstreymi er í besta falli í algjöru lágmarki, en í flestum tilfellum ekkert. Eftir sitja eigendur fyrirtækjanna með fastan kostnað - svo sem launakostnað, húsnæðiskostnað, afborganir af lánum og fleira. Eins og flestir vita þá hefur ríkisstjórnin nú kynnt aðgerðapakka, til þess að koma atvinnulífinu OG launþegum til aðstoðar við aðstæður sem aldrei nokkurn tímann hafa skapast áður. Sameiginlegir hagsmunir Mér ofbýður algjörlega málflutningur fólks sem setur dæmið þannig upp að einstök fyrirtæki séu að misnota þessar aðstæður, með því að láta skattgreiðendur borga rekstrarkostnað fyrirtækjanna. Mér ofbýður sömuleiðis að verið sé að stilla fyrirtækjum upp sem einhverjum óháðum einingum, ríkjum í ríkinu, sem hafa það eitt að markmiði að mergsjúga bæði launþega og sameiginlega sjóði. Fyrirtæki eru ekkert annað en fólkið sem stendur á bakvið þau. Fólk og venjulegar fjölskyldur sem hafa oft lagt allt sitt undir - hafa fjárfest bæði með fjármunum, hugviti og ómældri vinnu. Hafa greitt skatta og skyldur bæði af reglulegri starfsemi og ekki síður þeim arði sem sum þeirra hafa skilað á undanförnum árum. Fyrirtækin og launþegarnir, þ.e. heimilin í landinu, eiga sömu hagsmuna að gæta í þessu tilliti og hvorugur hópurinn getur án hins verið. Gleðiefni að greiða arð Mér ofbýður líka að það sé gert tortryggilegt að fyrirtæki skili arði og að það sé ávallt sett samasemmerki á milli arðs og einhverra myrkraverka eða hreinlega glæpsamlegrar starfsemi. Þegar fyrirtæki skila arði, þá eru það nefnilega ekki bara eigendur þeirra sem fá ávöxtun sinnar fjárfestingar heldur ekki síður sameiginlegir sjóðir okkar. Það eru einkafyrirtækin í landinu sem hafa aflað gríðarlega tekna fyrir ríkissjóð á umliðnum árum með því að greiða skatta og gjöld ásamt því að hafa skapað þúsundir starfa í landinu. Það má líka nefna að eigendur fyrirtækja nota gjarnan arðgreiðslur til að standa skil á persónulegum lánum sem þeir hafa tekið til að koma fyrirtækjum sínum á fót. Það er því í mínum huga almennt gleðiefni fyrir alla, ef fyrirtæki skila arði. Mér ofbýður þar að auki að verkalýðsforystan komi með og fái að vaða uppi með órökstuddar fullyrðingar um það að atvinnurekendur séu að nýta sér ástandið og láta launþega vinna meira en þeim ber. Það er vanvirðing bæði við atvinnurekendur og launþega, sem er stillt upp sem viljalausum verkfærum, ómeðvituðum um réttindi sín og skyldur. Ávinningurinn er ljós Hlutastarfaleiðin er mikið á milli tannanna á fólki þessa stundina. Það er vitað mál og mjög eðlilegt að langflest ferðaþjónustufyrirtæki í landinu hafa nýtt sér þessa leið til að viðhalda ráðningarsambandi og þannig komið í veg fyrir að þurfa að segja upp flestöllu sínu starfsfólki. Eftir sitja þó fyrirtækin með 25% launakostnað, sem þau þurfa að standa skil á, þó að engar tekjur komi inn. Það ber vott um mikla vanþekkingu á fyrirtækjarekstri að halda að fyrirtæki geti greitt rekstrarkostnað mánuðum saman, án þess að hafa tekjur. Launþegar geta á móti sótt um bætur til Atvinnuleysistryggingasjóðs, sem er fjármagnaður af tryggingagjaldi sem fyrirtækin greiða. Það eru því ekki fyrirtækin sem eru að fá þessa fjármuni, heldur launþegarnir. Ávinningurinn af þessu fyrirkomulagi ætti að vera öllum ljós. Þegar rofar til og fyrirtækin geta tekið upp eðlilega starfsemi, þá verður vonandi fljótlegt að koma þeim í gang. Fleiri fyrirtæki munu lifa hremmingarnar af. Við munum sárlega þurfa á því að halda að setja allt á fulla ferð um leið og skilyrði skapast. Við erum sterkari saman Ég hef oft velt því fyrir mér undanfarna daga, þegar allir eru að róa lífróður, hvort sem það er í beinni baráttu við veiruna illræmdu eða afleiðingar hennar - að það skuli vera stemning fyrir því að þyrla upp moldviðri, fara í pólítískar og hugmyndafræðilegar skotgrafir og níða skóinn af fólki og fyrirtækjum. Við erum í alvöru öll saman í þessu og verðum að vinna saman við að byggja upp atvinnulífið að nýju. Við erum sterkari saman. Það verður nægur tími til að gera málin upp síðar. Höfundur er formaður Samtaka ferðaþjónustunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bjarnheiður Hallsdóttir Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vinnumarkaður Mest lesið Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy Skoðun Skoðun Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Sjá meira
Það dylst engum að starfsemi langflestra ferðaþjónustufyrirtækja landsins er nú lömuð. Um er að ræða um það bil fjögur þúsund fyrirtæki. Langflest lítil, nokkur meðalstór og örfá stór. Þessi fyrirtæki eru nú í þeirri stöðu að tekjuinnstreymi er í besta falli í algjöru lágmarki, en í flestum tilfellum ekkert. Eftir sitja eigendur fyrirtækjanna með fastan kostnað - svo sem launakostnað, húsnæðiskostnað, afborganir af lánum og fleira. Eins og flestir vita þá hefur ríkisstjórnin nú kynnt aðgerðapakka, til þess að koma atvinnulífinu OG launþegum til aðstoðar við aðstæður sem aldrei nokkurn tímann hafa skapast áður. Sameiginlegir hagsmunir Mér ofbýður algjörlega málflutningur fólks sem setur dæmið þannig upp að einstök fyrirtæki séu að misnota þessar aðstæður, með því að láta skattgreiðendur borga rekstrarkostnað fyrirtækjanna. Mér ofbýður sömuleiðis að verið sé að stilla fyrirtækjum upp sem einhverjum óháðum einingum, ríkjum í ríkinu, sem hafa það eitt að markmiði að mergsjúga bæði launþega og sameiginlega sjóði. Fyrirtæki eru ekkert annað en fólkið sem stendur á bakvið þau. Fólk og venjulegar fjölskyldur sem hafa oft lagt allt sitt undir - hafa fjárfest bæði með fjármunum, hugviti og ómældri vinnu. Hafa greitt skatta og skyldur bæði af reglulegri starfsemi og ekki síður þeim arði sem sum þeirra hafa skilað á undanförnum árum. Fyrirtækin og launþegarnir, þ.e. heimilin í landinu, eiga sömu hagsmuna að gæta í þessu tilliti og hvorugur hópurinn getur án hins verið. Gleðiefni að greiða arð Mér ofbýður líka að það sé gert tortryggilegt að fyrirtæki skili arði og að það sé ávallt sett samasemmerki á milli arðs og einhverra myrkraverka eða hreinlega glæpsamlegrar starfsemi. Þegar fyrirtæki skila arði, þá eru það nefnilega ekki bara eigendur þeirra sem fá ávöxtun sinnar fjárfestingar heldur ekki síður sameiginlegir sjóðir okkar. Það eru einkafyrirtækin í landinu sem hafa aflað gríðarlega tekna fyrir ríkissjóð á umliðnum árum með því að greiða skatta og gjöld ásamt því að hafa skapað þúsundir starfa í landinu. Það má líka nefna að eigendur fyrirtækja nota gjarnan arðgreiðslur til að standa skil á persónulegum lánum sem þeir hafa tekið til að koma fyrirtækjum sínum á fót. Það er því í mínum huga almennt gleðiefni fyrir alla, ef fyrirtæki skila arði. Mér ofbýður þar að auki að verkalýðsforystan komi með og fái að vaða uppi með órökstuddar fullyrðingar um það að atvinnurekendur séu að nýta sér ástandið og láta launþega vinna meira en þeim ber. Það er vanvirðing bæði við atvinnurekendur og launþega, sem er stillt upp sem viljalausum verkfærum, ómeðvituðum um réttindi sín og skyldur. Ávinningurinn er ljós Hlutastarfaleiðin er mikið á milli tannanna á fólki þessa stundina. Það er vitað mál og mjög eðlilegt að langflest ferðaþjónustufyrirtæki í landinu hafa nýtt sér þessa leið til að viðhalda ráðningarsambandi og þannig komið í veg fyrir að þurfa að segja upp flestöllu sínu starfsfólki. Eftir sitja þó fyrirtækin með 25% launakostnað, sem þau þurfa að standa skil á, þó að engar tekjur komi inn. Það ber vott um mikla vanþekkingu á fyrirtækjarekstri að halda að fyrirtæki geti greitt rekstrarkostnað mánuðum saman, án þess að hafa tekjur. Launþegar geta á móti sótt um bætur til Atvinnuleysistryggingasjóðs, sem er fjármagnaður af tryggingagjaldi sem fyrirtækin greiða. Það eru því ekki fyrirtækin sem eru að fá þessa fjármuni, heldur launþegarnir. Ávinningurinn af þessu fyrirkomulagi ætti að vera öllum ljós. Þegar rofar til og fyrirtækin geta tekið upp eðlilega starfsemi, þá verður vonandi fljótlegt að koma þeim í gang. Fleiri fyrirtæki munu lifa hremmingarnar af. Við munum sárlega þurfa á því að halda að setja allt á fulla ferð um leið og skilyrði skapast. Við erum sterkari saman Ég hef oft velt því fyrir mér undanfarna daga, þegar allir eru að róa lífróður, hvort sem það er í beinni baráttu við veiruna illræmdu eða afleiðingar hennar - að það skuli vera stemning fyrir því að þyrla upp moldviðri, fara í pólítískar og hugmyndafræðilegar skotgrafir og níða skóinn af fólki og fyrirtækjum. Við erum í alvöru öll saman í þessu og verðum að vinna saman við að byggja upp atvinnulífið að nýju. Við erum sterkari saman. Það verður nægur tími til að gera málin upp síðar. Höfundur er formaður Samtaka ferðaþjónustunnar.
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun