Erlent

Rannsókn sýnir tengsl milli krabbameins og áfengisdrykkju

Ný umfangsmikil evrópsk rannsókn hefur leitt í ljós að tengsl eru á milli krabbameins og of mikillar áfengisdrykkju. Niðurstöðurnar hafa verið birtar í tímaritinu British Medical Journal.

Þar segir að eitt af hverjum tíu krabbameinum í karlmönnum megi rekja til áfengisdrykkju og það sama eigi við um eitt af hverjum 33 tilfellum hjá konum.

Þegar áfengi brotnar niður í líkamanum myndar það efnasamband sem getur skaðað litninga og þar með myndað krabbamein.

Áður hefur verið sýnt fram á m.a. að samband er á milli áfengisdrykkju og krabbameins í lifur, maga og brjóstum kvenna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×